Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 73

Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 73
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Ullarfoss í Skjálfandafljóti fellur fram afystu totum Bárðardalshrauns ofan í Skipapoll við Þingey. Fossinn er 11 m hár. - A hranch of Skjálfandafljót river falling downfrom the outermost tip of Bárðardalur lava forming the 11 m high waterfall, Ullarfoss. Ljósm./Photo: ÁH. apalhrauninu. Innan við tunguna myndaðist um hríð dálítil hraun- tjöm með yfirborð í nálægt 400 m y.s. Merki tjamarinnar sjást enn í sléttum hraunpalli í þessari hæð austan undir Hrafnabjörgum. Þá sveigði hraunið niður dalinn og fyllti hann hlíða á milli. Suður af bænum Stómtungu klofnaði hraunflóðið um Tungumela. Skjálfandafijót virðist hafa mnnið austan melanna og þar hefur meginhraunelfan streymt niður með farvegi þess. Síðan þrengdi hún sér um Svartárgil og sameinaðist hraunstraumi sem kom niður vestan Tungumela. Hraunstraumurinn vestan Tungu- mela virðist hafa komist í gegn um skarð milli melanna og Hrafnabjarga þar sem Aldeyjarfoss er nú (4. mynd). Hraunið er brattara i grennd við fossinn en þar ofan og neðan við svo þar virðist vera einhverskonar þröskuldur undir því. Stuðlarnir fögru neðst í hrauninu við fossinn kunna að hafa storknað í kyrri hraunkviku bakvið þennan þrösk- uld. Síðan rann það í mjóum straumi niður með tungunni norð- ur af Hádegisfjalli en breiddi vel úr sér við mynni Mjóadals og sam- einaðist aðalhraunstraumnum við Svartárgil. Þaðan féll það í breiðum flaumi út dalinn og þakti hann hlíða í milli. Það sendi totu inn í mynni Ljósavatnsskarðs og náði að Ljósa- vatni og hefur sennilega hækkað í því og stækkað það í leiðinni. Gervigígar eru þar í hrauninu. Utan við Fosshól dregst hraunið saman enda mjókkar dalurinn þar. Þingey í Skjálfandafljóti, sem Þingeyjarsýslur heita eftir, er í ysta hluta hraunsins. Eyjan endar í samfelldri hraunbrún sem liggur á ská yfir dalinn frá gljúfrinu neðan við Bamafoss, um Ullarfoss og að undir- hlíðum Fljótsheiðar þar utan við. Hraunbrúnin er 10-30 m há og er öll meira og minna vatnssorfin eftir fljótið. Eldvörp og uppmni Eldvörp Bárðardalshrauns em ekki þekkt með neinni vissu fremur en eldvörp Kinnarhrauns og Utbruna- hrauns. Guttormur Sigbjarnarson hefur getið sér þess til að hraunið sé komið frá gígaröðum við Jökulsá á Fjöllum austan við Trölladyngju sem hann nefndi Gígöldur.8 Guttormur kortlagði þessar eldstöðvar ásamt með samstarfsmöimum sínum og lýsti þeim í riti sínu um Kreppu- tungu og Brúardali. Þetta em sér- kennilegar eldstöðvar sem liggja í nokkmm röðum með stefnu til norð- austurs á um 12 km löngu svæði. Lítt ber á gíglögun á eldvörpum sem öll 159

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.