Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 84
Náttúrufræðingurinn
Freysteinn Sigurðsson
Skyrsla
um Hið íslenska
náttúrufræðifélag
FYRIR ÁRIÐ 2000
Félagar
Fjöldi félaga og áskrifenda var 1.227 í
árslok og hafði þeim fækkað um 6 á
árinu. Heiðursfélagar voru 10,
kjörfélagar 7 og ævifélagar 12 í árslok.
Almennir félagar voru þá 967 og
hafði fækkað um 39 á árinu. Félagar
og stofnanir erlendis voru 43 og hafði
fjölgað um einn á árinu, en stofnanir
innanlands voru 129 og hafði fækkað
um 4 á árinu. Svokallaðir skólafélag-
ar eða ungmennafélagar voru 45 í
árslok og hafði fækkað um 13 á árinu.
Alls létust 7 félagar á árinu, 30 sögðu
sig úr félaginu, 39 voru strikaðir út
vegna vanskila, en nýir félagar
bættust 20 við, þar af 4 skólafélagar.
Stjórn og starfsmenn
Sú breyting var gerð á stjórn
félagsins, í samræmi við samþykkt
aðalfundar 26. febrúar 2000, að vara-
menn í stjóm voru lagðir af en
fjölgað í staðinn í 7 manns í stjóm.
Jafnframt var sú breyting gerð að
endurskoðendur félagsins skyldu
heita skoðunarmenn reikninga. Var
kosið í samræmi við það til stjómar
og embætta skoðunarmanna á þeim
aðalfundi. Stjóm skifti svo með sér
verkum á stjómarfundi 13. mars og
var síðan til næsta aðalfundar (2001)
skipuð sem hér segir, ásamt kjörnum
skoðunarmönnum:
Formaður Freysteinn Sigurðsson,
varaformaður Hreggviður Norð-
dahl, ritari Guðrún Larsen, gjaldkeri
Kristinn Albertsson, meðstjórn-
endur Guðrún Schmidt, Helgi Guð-
mundsson (sá um fræðsluferðir),
Hilmar J. Malmquist (sá um fræðslu-
fundi). Skoðunarmenn reikninga
vom Kristinn Einarsson og Tómas
Einarsson, en varaskoðunarmaður
Amór Þ. Sigfússon.
Fulltrúi HIN í Dýravemdarráði
var Amór Þ. Sigfússon, fuglafræð-
ingur, og til vara Hrefna Sigurjóns-
dóttir líffræðingur, bæði tilnefnd til
1. júlí 2002. Fulltrúi HÍN í Hollustu-
háttaráði var Hákon Aðalsteinsson
vatnalíffræðingur og til vara Margét
Hallsdóttir jarðfræðingur, bæði til-
nefnd til 1. maí 2002.
Utbreiðslustjóri HÍN var áfram
Erling Ólafsson líffræðingur. Hann
sá um félagaskrá HIN og dreifingu
fréttabréfs félagsins og Náttúru-
fræðingsins.
Ritstjóri Náttúmrfræðingsins var
áfram Álfheiður Ingadóttir líffræð-
ingur, samkvæmt samningi við
Náttúrufræðistofnun Islands um
útgáfu tímaritsins.
Stjómarfundir voru haldnir fimm
á árinu, að venju á Náttúrufræði-
stofnun Islands nema hvað jóla-
fundur var haldinn í Perlunni.
Fréttabréf komu þrjú út.
Nefndir OG ráð
Ritstjórn og fagráð Náttúrufræð-
ingsins vom óbreytt frá fyrra ári. Rit-
stjóm skipuðu: Áslaug Helgadóttir
gróðurvistfræðingur, formaður,
Árni Hjartarson jarðfræðingur,
Gunnlaugur Björnsson stjameðlis-
fræðingur, Lúðvík E. Gústavsson
jarðfræðingur og Marta Ólafsdóttir
framhaldsskólakennari. Auk þess
sat Hreggviður Norðdahl fundi rit-
stjómar sem fulltrúi stjómar HÍN.
Fagráð Náttúmfræðingsins skip-
uðu: Ágúst Kvaran efnafræðingur,
Borgþór Magnússon gróðurvist-
fræðingur, Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur, Guðmundur V.
Karlsson framhaldsskólakennari,
Guðrún Gísladóttir landfræðingur,
Hákon Aðalsteinsson vatnalíffræð-
ingur, Ingibjörg Kaldal jarðfræðing-
ur, Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur
og Ólafur Ástþórsson fiskifræðingur.
Fulltrúi HIN á Náttúruvernd-
arþingi í janúar var Hreggviður
Norðdahl. Fulltrúi HÍN á aðalfundi
Landverndar í maí var Kristinn
Albertsson.
Aðalfundur
Aðalfundur Hins íslenska náttúm-
fræðifélags fyrir árið 2000 var
haldinn laugardaginn 24. febrúar
2001, kl. 14-16, í Odda, Hugvísinda-
húsi Háskólans. Fundarstjóri var
kjörinn Eyþór Einarsson grasa-
fræðingur og fundarritari Ásgrímur
Guðmundson jarðfræðingur.
Skýrsla formanns
Formaður félagsins, Freysteinn Sig-
urðsson, flutti skýrslu um starfsemi
félagsins á árinu 2000, en hún var í
helstu athöfnum með hefðbundnum
hætti. Áfram hefur haldið þróun sú
sem ríkt hefur um nokkurt árabil, að
fækkað hefur í félaginu og þrengt að
170
Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 170-176, 2004