Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 5
fuglanna. Mest ber á færeyskum fuglum, svo sem langvíum og lundum, en einnig koma þangað fuglar frá íslandi og Noregi. íslenskar álkur halda sig eitthvað á þessu hafsvæði, svo og súlur. Talið er að hávellur frá íslandi hafi þarna vetursetu en flórgoði og himbrimi eru viðkvæmastir af þeim fuglunt okkar sem gætu dvalist á þessum slóðum. íslenska flórgoða- stofninum hefur stöðugt hrakað, hvað sem veldur, og himbrimar eru fáir. Árið 1979, sama mánaðardag og Braer fórst, varð mikið olíuslys við Sullom Voe á Hjaltlandi þar sem tugþúsundir l'ugla fórust, þar af hátt á annað hundrað himbrima. Var talið að þessir fuglar væru íslenskir en hafi það verið rétt var um að ræða mikla blóðtöku l'yrir íslenska stofninn, sem varla telur fleiri en eitt þúsund fugla. BRAERSTRANDAR Olíuflutningaskipið Braer strandaði nærri syðsta odda Hjaltlands er það var á leið frá Noregi til Kanada með olíufarm úr Norðursjó. Talið er að um 85.000 tonn af óhreinsaðri jarð- olíu hafi verið um borð í skipinu. Þetta er tvöfalt rneira magn en var um borð í olíuflutningaskipinu Exxon Valdez þegar það strandaði við Alaska 1989 og svipað magn og var í olíuflutningaskipinu Aegian Sea sem brotnaði í spón við La Coruna á Spánarströndum í desember 1992. Olíuskipið Braer var sntíðað árið 1975, skráð í Líberíu en útgerðin er bandarísk. Þegar Braer var statt um 10 sjómílur suður af syðsta odda Hjaltlands stöðvuðust báðar aðalvélar skipsins. Þá var sunnan hvassviðri á þessum slóðum og afar slæmt veður. Áhöfn- inni, 34 mönnum, var bjargað í þyrlu en ekki tókst að bjarga skipinu, sem fimm klukkustundum síðar rak upp í Garthnesskletta við Quendaleflóa syðst á Hjaltlandi. Sakir illviðra, og oft beinlínis fárviðris, var sáralítið unnt að gera til að koma í veg fyrir að olía bærist í sjóinn og upp á strendur. Svo fór á endanum, þann 12. janúar, að skipið nánast brotnaði í fjóra hluta í veðri sem fylgdi dýpstu lægð sem mælst hefur á þessurn slóðum. Ekki tókst að bjarga neinu af olíunni úr tönkum skipsins (3. mynd). Olía Kolvetni (e. hydrocarbons) kallast þau efni sem eingöngu innihalda kolefni (C) og vetni (H). Metangas CH4 er einfaldasta kolvetnið og er það loft- kennt (gas) við venjuleg skilyrði. Eftir því sem sameindirnar stækka (fleiri kolefnis- og vetnisatóm) hækkar suðu- markið. Kolvetni sem innihalda 1-5 C- atóm í sameind eru gastegundir. Ef 6-20 C-atóm eru í sameind rnynda þau olíur en lengri kolvetniskeðjur mynda tjöru og bik. Olía í sjó Olía er blanda kolvetna og er blandan því flóknari sem olían er minna hreinsuð. Olía er nánast óleysanleg í vatni. Hún leysist ekki upp þegar hún er hrist kröftuglega saman við valn heldur myndar hún sviflausn. Þegar kyrrð kemst á skilja vökvarnir sig aftur. Margir þættir stjórna því hvernig olía berst um í vatni. Má þar nel'na gerð olíunnar, sjávarföll og strauma, auk veðurlags, sem ákvarðar að hve miklu leyti olían blandast lóðrétt í sjónum. Þung jarðolía getur myndað yfirborðs- þekju sent rekur að mestu undan veðri og vindunt, en dýpri straumar hafa lítil áhrif á rekið. Þess konar olía getur þakið strendur og haft veruleg áhrif á fuglalíf og sjávarspendýr á strand- svæðum. Olían sem Braer flutti var frá 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.