Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 21
1. tafla. Samanburður á gjóskulögum í Sogamýri og Saksunarvatni í Færeyjum. Sýnd eru
meðaltöl og staðalfrávik (í sviga) efnagreininga. A comparison of textural and geo-
chemical data from the two lowennost tephra layers in Sogamýri and tlte Saksunarvatn
tephra layer in the Faroe Islands. Average values and standard deviations of major
element chemical analyses are shown.
Sogamýri, efrct gjóskuhtgið Sogamýri, neðra gjóskulagið Saksunarvatn
Litur brúnt-svart brúnt-svart ljósbrúnt-svart
Kornastœrð
>0,125 min 4,5% 1%
0,125-0,063 mm 27% 22%
<0,063 mm 68,5% >80% 77%
Efnasamsetning (n=7) (n=5) (n=13)
SiO, 49,59 (0,78) 47,16 (1,70) 49,19 (0,85)
TiO, 3,14 (0,24) 3,01 (0,14) 3,04 (0,30)
ai203 12,92 (0,24) 13,81 (0,47) 12,88 (0,35)
FeOt 14,08 (0,18) 14,09 (0,28) 13,73 (0,47)
MnO 0,22 (0,03) 0,21 (0,05) 0,24 (0,08)
MgO 5,22 (0.19) 5,49 (0,35) 5,60 (0,33)
CaO 9,63 (0,19) 9,92 (0,60) 9,28 (0,35)
Na,0 2,53 (0,12) 2,73 (0,49) ekki greint
K,0 0,48 (0,05) 0,49 (0,04) 0,44 (0,06)
p2o5 0,32 (0,05) 0,35 (0,05) ekki greint
Aldur um 9000 ár um 9000 ár 9000-9100 ár
grágrænt þunnt gjóskulag sem sam-
kvæmt el'nagreiningum er frá Heklu
komið. Ekki er vitað með vissu um
hvaða Heklulag hér er að ræða. Ljós
gjóskudreif er í mónum nokkru neðan
Heklulagsins, cn þar sem fullnægjandi
efnagreiningar fengust ekki er uppruni
óviss. Þorleifur Einarsson (1961, 1962)
hel'ur merkt þessa dreif með „S“ í
sniðum á Reykjavíkursvæðinu. Neðst
í Sogamýrarsniðinu, skammt ofan ís-
aldarleirsins, koma síðan svörtu
gjóskulögin Ivö sem hér verða til
umfjöllunar. Milli þeirra er tæplega
eins sentíinetra þykkur mór og er efra
lagið um þriggja sentímetra þykkt en
það neðra tæpur sentímetri.
ÚTLITSEINKENNI
Smásjárskoðun bendir til að lögin
tvö neðst í Sogamýri séu í megin-
atriðum sömu gerðar. Þau eru aðal-
lega úr brúnu, lílið blöðróttu gleri
með óreglulegum kúptum og íhvolfum
brotflötum. Lítið er um kristalla eða
aðrar gerðir korna (<1%). Samkvæmt
kornastærðargreiningu úr efra laginu er
gjóskan ntjög fínkorna, um 95% hennar
eru l'ínni en 0,125 mm og hámarks-
kornastærð innan við 0,5 mm. Sýni úr
neðra laginu reyndist of Iítið til
sigtunar en það er þó greinilega heldur
fínna (sjá 1. töflu).
Ytri einkenni, kornagerð og korna-
stærð gjóskukornanna benda til að hér
131