Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 22
sé um að ræða gjósku sem myndast þegar
kvika sundrast vegna snertingar við
utanaðkomandi vatn (Fisher og
Schmincke 1984).
UPPRUNI
Rannsóknir á gosefnum frá eystra
gosbeltinu benda til að bergfræðilega
og efnafræðilega þróist hvert megin-
eldstöðvakerfi óháð öðrum (Sveinn P.
Jakobsson 1979). I ljósi þessa hefur
efnasamsetning gjósku verið notuð til
að heimfæra gjóskulög til upptaka-
svæðis síns. Þungahlutfall járns (FeO')
og títans (TiO,) hefur meðal annars
reynst notadrjúgt í því sambandi, en á
Fe07Ti02-grafi er í flestum tilvikum
unnt að aðgreina basíska gjósku frá
eldstöðvakerfum í eystra og nyrðra
gosbeltinu (Guðrún Larsen 1982).
Þegar hlutfall járns og títans í Soga-
mýrarlögunum er sett inn á slíkt graf
kemur í ljós að þau lenda á svæði sem
einkennandi er fyrir Kverkfjöll og
Grímsvötn (sjá 2. mynd). A kortum
sem sýna legu megincldstöðvakerfa á
íslandi hafa Kverkfjöll og Grímsvötn
verið sýnd sem tvö aðgreind eld-
stöðvakerfi (sbr. Sveinn P. Jakobsson
1979 og Kristján Sæmundsson 1978).
Athuganir Guðrúnar Larsen (1982)
benda til að gosefni frá þessum
tveimur eldstöðvakerfum verði ekki
aðgreind á grundvelli efnagreininga og
álítur hún að þau nái saman undir
Vatnajökli. Ekkert skal sagt um það
hvort eða hvernig þessi tvö eldstöðva-
kerfi tengjast, en ljóst er að ekki verð-
ur úr því skorið hér frá hvoru þeirra
gjóskulögin í Sogamýri eru komin.
ALDUR
Aldur gjóskulaganna tveggja í Soga-
mýri er aðeins hægt að nálgast með
óbeinum hætti enn sem komið er, þar
sem aldursgreiningar liggja ekki fyrir.
I bígerð er að aldursgreina móinn í
Sogamýri með geislavirku kolefni (C-
14).
Afstaða laganna til ísaldarleirsins
neðst í Sogamýrarsniðinu (sjá 1.
mynd) bendir til að þau hafi fallið
skömmu eftir að íslaust var orðið á
Reykjavíkursvæðinu. Talið er að jökl-
2. mynd. Á grafinu má sjá hvernig gosefni
frá fimm eldstöðvakerfum í eystra og
nyrðra gosbeltinu aðgreinast á FeO'/TiO,-
grafi. Umrædd gjóskulög í Sogamýri,
Saksunarvatni og Torfadalsvatni (Tv-4)
lenda á svæði sem einkennir Kverkfjöll
og Grímsvötn. Hvert tákn stendur fyrir
meðaltal nokkurra efnagreininga. This
FeO'/Ti02-diagram indicates that the two
lowermost tephra layers in the Sogamýri
peat, the Saksunarvatn tephra and a tepli-
ra layer in Torfadalsvatn, North Iceland,
all plot in a field that characterizes tlie
Kverkfjöll and Grímsvötn volcanic systems.
Each symbol represents an average value
from 5 to 13 chemical analyses.
132