Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 29
2. mynd. Natalrotta, Praomys natalensis, er meindýr í húsum og gróðri víða í Afríku
(Nowak 1990).
Rotlur deilast á margar ættkvíslir. í
ýmsum eru aðeins ein tegund eða
fáeinar. Langllestar eru í rottuættkvísl,
Rattus, eða 78 núlifandi tegundir skv.
Walker. Þær eru ýmist upprunnar á
meginlandi Asíu eða lifa á eyjum
suður af því, frá Sri Lanka og Jólaeyju
á Indlandshafi austur um Kyrrahaf, frá
Indónesíu og Filippseyjunr til Nýju-
Gíneu og nálægra smáeyja.
Nærri 40 tegundir í Afríku voru áður
flokkaðar til rottuættkvíslar en eru nú
yfirleill taldar til sérstakra ættkvísla
(Stochomys, pílurottur, Aethomys, búsk-
roltur, og Praomys, loðrottur).
Nokkrar rottur lifa í híbýlum eða í
grennd við mannabyggð og þykja síst
til þrifnaðar. Eiginleg meindýr, sem
spilla afkomu eða heilsu manna, eru
einkum sjö tegundir af rottuættkvísl.
Fremstar í flokki eru brúnrotta, Rattus
norvegicus, og svartrotta, R. rattus, sem
báðar hafa borist með mönnum lil
flestra hluta heims. Verður nánar
greint frá þeim síðar. Hinar fimm hafa
lílt breiðst út við samlífið eða aðeins
innan síns heimshluta, Suðaustur-Asíu:
Tíómanrotta, Rattus tiomanicus, og
gljárotta, R. nitidus, spilla uppskeru og
lifa í híbýlum á meginlandi Suðaustur-
Asíu og á eyjum úti fyrir því. Hrísakra-
rotta, R. argentiventer, og losrotta, R.
losea, valda tjóni á hrísekrunr á sömu
slóðum. Loks er pólínesíurotta, R.
exulans, upprunnin á svipuðum slóð-
um en hefur borist með mönnum víða
um meginland Suðaustur-Asíu og um
Kyrrahafseyjar allt til Hawaii.
Af loðrottum, Praomys, sem fyrr eru
nefndar, lifa 26 tegundir víða í Afríku.
Ein þeirra, natalrolta, P. natalensis,
virðist upphaflega hafa lifað á gresjunr
nreð dreifðu kjarri (savanna), trúlega
einkum eða eingöngu sunnantil í
Afríku, en hefur síðan dreifst með
mönnum um álfuna sunnan Sahara.
Hún þrífst illa í borgum, líkast lil vegna
samkeppni við svartrottu, en hefst vel
við í þorpurn og til sveita (2. mynd).
Áður en lengra er haldið skal á það
bent að flestar rottur eru ólíkar þessum
sambýlingum okkar í lífsháttum. Þær
eru að vísu alætur sem éta hvers kyns
fæðu úr plöntu- og dýraríki, svo sem
korn, hnetur, aldin og plöntur, skordýr
og önnur smádýr. En þær hafast
yfirleitt við í skógurn, fjarri híbýlum
og ræktarlandi manna. Margar lifa á
mjög takmörkuðum svæðum, í sér-
hæfðu umhverfi, og eru í útrýmingar-
hættu ef út af ber. Þykir raunar trúlegt
að sumar þeirra 78 tegunda sem til-
greindar hafa verið af rolluættkvísl séu
aldauða. Má þar nefna tvær sem hvergi
hafa fundist nema á Jólaeyju, austast í
Indlandshafi, jólarotlu, Rattus nativi-
139