Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 30
3. mynd. Svartrottur, Rattus rattus. Auðveldast er að greina þær frá brúnrottum á því
að rófan er lengri en höfuð og bolur. Liturinn er breytilegur; af báðum tegundum
þekkjast svört og brún afbrigði (Petsch 1967).
tatis, og maclearsrollu, R. macleari.
Hvorug hefur sést síðan 1908 og þykir
líklegt að sjúkdómar sem aðl'luttar
svartrottur báru með sér hafi orðið
þeim að fjörtjóni.
Á móti kemur að margar rottu-
tegundir eru eflaust ófundnar. Ymsar
rottur í afskekktum skógum hitabeltis
eru afar fágætar. Af harðstjórarottu,
Rattus tyrannus, hefur aðeins fundist
eitt kvikindi, tekið á einni Filippseyja,
Ticaoeyju. Verður að teljast fullvíst
að margar tegundir slíkra óbyggðabúa
leynist okkur.
Hér skal bent á einkenni sem rottur
deila með öðrum nagdýrum. Nagdýr
hafa sérkennilegar framtennur, nag-
tennur, tvær að ofan og tvær að
neðan. Þær eru rótopnar, þ.e. tann-
kvikan nær inn úr rótinni og tennurnar
vaxa ævilangt. Á framhliðinni er afar
harður glerungur og þar fyrir aftan
tannbein sem slitnar örar svo að
glerungurinn myndar mjög hvassa
bitegg. Dýrin brýna tennurnar með því
að naga allt sem að kjafti kemur. Ef
rotta eða annað nagdýr kemst ekki um
nokkurt skeið í eitthvað hart til að
naga vaxa nagtennurnar úr hófi og
skepnan afskræmist. Augntennur eru
engar en aftan við nagtennurnar er
breitt skarð í tanngarðinn. Svo taka
við jaxlarnir.
Nagdýr geta skorðað neðri kjálkana
á tvo vegu. I al'tari stöðunni koma
jaxlarnir í efri og neðri kjálkum saman
en nagtennurnar skarast. Þegar munnur-
inn er opnaður frekar og kjálkunum ýtt
fram mætasl nagtennurnar en jaxlarnir
snertast ekki.
Nú víkur sögu að rottunum sem
dyggast hal'a fylgt mönnum um nær
allan heim, svartrottu og brúnrotlu.
Svartrotta, Rattus rattus, er um
17-19 cm að lengd auk 20-23 cm hala.
Hún vegur 145-215 g, venjulega dökk-
grá að ofan og ljósari á kvið en litur-
inn er talsvert breytilegur (3. mynd).
Hún mun upprunnin á meginlandi
Suðaustur-Asíu, trúlega í Malasíu.
Þaðan hefur hún breiðst með mönnum
til allra heimsálfa nema Suðurskauts-
lands.
Sumir dýrafræðingar telja að svart-
rotta hafi verið í Evrópu frá lokum
jökultíma. Aðrir hallast að því að
140