Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 30
3. mynd. Svartrottur, Rattus rattus. Auðveldast er að greina þær frá brúnrottum á því að rófan er lengri en höfuð og bolur. Liturinn er breytilegur; af báðum tegundum þekkjast svört og brún afbrigði (Petsch 1967). tatis, og maclearsrollu, R. macleari. Hvorug hefur sést síðan 1908 og þykir líklegt að sjúkdómar sem aðl'luttar svartrottur báru með sér hafi orðið þeim að fjörtjóni. Á móti kemur að margar rottu- tegundir eru eflaust ófundnar. Ymsar rottur í afskekktum skógum hitabeltis eru afar fágætar. Af harðstjórarottu, Rattus tyrannus, hefur aðeins fundist eitt kvikindi, tekið á einni Filippseyja, Ticaoeyju. Verður að teljast fullvíst að margar tegundir slíkra óbyggðabúa leynist okkur. Hér skal bent á einkenni sem rottur deila með öðrum nagdýrum. Nagdýr hafa sérkennilegar framtennur, nag- tennur, tvær að ofan og tvær að neðan. Þær eru rótopnar, þ.e. tann- kvikan nær inn úr rótinni og tennurnar vaxa ævilangt. Á framhliðinni er afar harður glerungur og þar fyrir aftan tannbein sem slitnar örar svo að glerungurinn myndar mjög hvassa bitegg. Dýrin brýna tennurnar með því að naga allt sem að kjafti kemur. Ef rotta eða annað nagdýr kemst ekki um nokkurt skeið í eitthvað hart til að naga vaxa nagtennurnar úr hófi og skepnan afskræmist. Augntennur eru engar en aftan við nagtennurnar er breitt skarð í tanngarðinn. Svo taka við jaxlarnir. Nagdýr geta skorðað neðri kjálkana á tvo vegu. I al'tari stöðunni koma jaxlarnir í efri og neðri kjálkum saman en nagtennurnar skarast. Þegar munnur- inn er opnaður frekar og kjálkunum ýtt fram mætasl nagtennurnar en jaxlarnir snertast ekki. Nú víkur sögu að rottunum sem dyggast hal'a fylgt mönnum um nær allan heim, svartrottu og brúnrotlu. Svartrotta, Rattus rattus, er um 17-19 cm að lengd auk 20-23 cm hala. Hún vegur 145-215 g, venjulega dökk- grá að ofan og ljósari á kvið en litur- inn er talsvert breytilegur (3. mynd). Hún mun upprunnin á meginlandi Suðaustur-Asíu, trúlega í Malasíu. Þaðan hefur hún breiðst með mönnum til allra heimsálfa nema Suðurskauts- lands. Sumir dýrafræðingar telja að svart- rotta hafi verið í Evrópu frá lokum jökultíma. Aðrir hallast að því að 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.