Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 31
4. mynd. Brúnrotta, Rattus norvegicus (Petsch 1967).
krossfarar hafi flutt hana til álfunnar.
Hvað sem því líður var hún algeng
víða í Evrópu á 12. öld. Til Norður-
landa kom hún síðar á miðöldum. Til
Mið- og Suður-Ameríku barst svart-
rotta á spænskum skipum um miðja
16. öld. Fyrstu svartrottur í Norður-
Ameríku bárust með breskum land-
nemum til Jamestown (nú í Virginíu-
ríki) árið 1609.
Brúnrotta, Rattus norvegicus, er einir
24-30 cm og halinn 18-20 cm. Hún er
275-520 g og því stærri og þyngri en
svartrotta og frábrugðin henni að því
leyti að halinn er styttri en bolur og
höfuð (4. mynd). Eyrun eru líka minni
en á svartrottu og hún er yfirleitt
ljósari, þó ekki alltaf.
Brúnrotta er trúlega upprunnin
norðarlega í Kína. Hún breiddist mun
hægar út um heiminn en svarlrotta.
Elstu skráðar heimildir um brúnrottu í
Evrópu eru frá því um 1553 og til
Norður-Ameríku barst hún um 1776 í
kornkistum þýskra málaliða sem Bretar
réðu til að herja á heimamenn í
frelsisstríðinu.
Sænski náttúrufræðingurinn Carl von
Linné gaf dýrurn og plöntum fræðiheiti
á fyrrihluta 18. aldar. Hann kenndi
brúnrottuna við Noreg sem bendir til
þess að hún hafi þá verið óþekkt eða
sjaldgæf í heimalandi hans.
Bæði svartrotta og brúnrotta éta allt
sem menn láta sér til munns og
sitthvað fleira, svo sem sápu, pappír
og kerti. Brúnrotta er nteira fyrir
dýrafæðu en sú svarta. Hún leggst á
egg fugla og unga, síli, þanglýs,
marflær og krækling en einnig mýs,
hænsn, lömb og smágrísi og leggur
stundum til atlögu við stærri dýr,
jafnvel menn, einkum ungbörn. Rottur
veita sofandi fílum stundum fótasár er
141