Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 33
eftir Asíu og Evrópu og þaðan til Ameríku og annarra hluta heims. Hún nam víða land af skipum en jafnframt eru heimildir um stórsókn á landi, svo sein vestur eftir Suður-Rússlandi 1827. Hnignun svartrottu hefur stundum verið rakin til beinnar samkeppni við brúnrotlu. Þess er hins vegar að gæta sem fyrr segir að nokkur munur er á lifnaðarháttum þessara tegunda og þær virðast sums staðar þrífast vel saman. Grimmileg útrýmingarherferð brún- rottu gagnvart hinni svörtu, eins og Selma Lagerlöf lýsir svo sannfærandi í sögunni af ferðum Njáls þumalings um Svíþjóð, á trúlega ekki við rök að styðjast eða er að minnsta kosti orðum aukin. Skýringin mun ekki síður sú að húsakynni hafa víða breyst svartrottum í óhag, en þær eru háðari mannabústöðum en brúnrottur, einkum í köldum löndum. Svartrotta og brúnrotta valda geysi- legu tjóni. Þær éta óhemjumagn af mat frá mönnum og húsdýrum og spilla mun meiru en þær láta í sig. Þar við bælist að þær naga sundur raflagnir og valda með því straumrofi og stundum eldsvoða. Þær eiga líka til að valda spjöllum á stíflum. Árið 1977 var árlegt fjárhagstjón af völdum þessara tveggja tegunda í Bandaríkjunum einum metið á milli 500.000.000 og 1.000.000.000 dala. Við bætist kostn- aður við að eyða þeim. Rottur smita menn af mörgum sjúk- dómum, meðal annars svartadauða, músataugaveiki, matareitrun og trí- kínum. Talið er að sýking frá rottum hafi grandað fleiri mönnum undan- farnar tíu aldir en fallið hafa vopnbitnir á sama tíma. Af svartadauða fórst þriðjungur til helmingur Evrópubúa á árunum 1347 til 1352, um 11 milljón manns í Indlandi milli 1892 og 1918 og 60.000 í Úganda frá 1917 til 1942, svo nokkrir skæðustu faraldrarnir séu nefndir. Rottur ráðast sem fyrr segir stundum á menn og eru um 14.000 tilvik skráð árlega í Bandaríkjunum. Fyrir kemur að sárin séu banvæn. Rottur hafa átt þátt í aldauða ýmissa dýra á svæðum sem þær hafa borist til al' mannavöldum. Á móti kemur að brúnrottur, einkum hvít afbrigði, þjóna á rannsóknastofum um heim allan sem tilraunadýr í líffræði og læknisfræði. Fyrstu heimildir um rottur hérlcndis eru frá miðri 18. öld, þegar Eggert Ólafsson greinir frá rottum (völskum) á Snæfellsnesi. Þá strandaði skip úti fyrir Ril'i og rottuáhöfn þess bjargaðist á land. Rotturnar höfðust þarna við í nokkra áratugi, Snæfellingum til lítillar gleði, en dóu síðan út. Eggert taldi að þetta væru svartrottur en lýsti þeim ekki og þykir ekki víst að hann hal'i skoðað þær. Um þetta leyti hafði brúnrotta náð fótfestu í grannlöndum okkar. Stefán Aðalsteinsson telur „sennilegt að það hafi verið brúnrotta sem kom á Snæfellsnes á 18. öld, en þó ekki víst“. Bjarni Sæmundsson vekur alhygli á því að hún hafi ekki haldið velli, sem kunni að benda til að um svartrottu hafi verið að ræða. Næst segir af rottu á Flatey á Breiða- firði á öndverðri 19. öld. Tegundar er ekki getið en eftir sjö ára baráltu tókst heimamönnum að útrýma mcindýr- unum. Áður höfðu þau eytt öllum nuisum af eyjunni. Fyrsta örugga heimildin um svart- rotlu á íslandi fékkst þegar Bjarni Sæmundsson veiddi eina þeirra í húsi sínu í Reykjavík árið 1919. Segir það raunar meira um þekkingu rottu- fangarans en um stöðu svartroltu hérlendis. Síðan hefur svartrottu annað veifið orðið vart hér en hún hefur aldrei ílenst. Greint var frá brúnrottu í Reykjavík 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.