Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 49
sem dýrin áttu að vera í búrunum næstu
tvö árin og eiga helst aldrei að þekja
meira en um það bil 30% botnflatarins
(Hovgaard 1984).
Mánaðarlega var ein lögn (með 3
búrum) tekin upp og hæð skeljanna
mæld með 0,1 mm nákvæmni. Einnig
var meðalhæð og vaxtarhraði reikn-
aður út.
Mánaðarlega frá ágúst 1988 til
september 1991 var sjósýnum safnað á
ræktunarstaðnum til mælinga á blað-
grænu og seltu. Einnig var hitastig mælt
með síritandi hitamæli.
NIÐURSTÖÐUR
Fyrsta árið í lirfusöfnurunum uxu
skeljarnar frá 0,4 mm upp í 9,8 ± 2 mm
hæð, og breyltist litur þeirra úr hvít-
glæru í rauðbrúnt (4. mynd). Vöxturinn
var hægur frá október fram í maí en þá
jókst hann verulega þar til í september
1989 að safnararnir voru tæmdir og
skeljunum komið fyrir í eldisbúrum.
Eftir flutninginn stöðvaðist vöxturinn
þar til í mars 1990. Skeljarnar uxu nú
frá mars til nóvember, en mestur var
vöxturinn frá apríl til maí, 3,1 mm/mán,
og frá júlí til ágúst, 3,8 mm/mán. Þegar
vöxtur stöðvaðist í nóvember höfðu
skeljarnar náð 27 ± 5,7 mm hæð.
Vöxturinn seinna árið í eldisbúrunum var
svipaður og árið áður. Lítill sem enginn
vöxtur mældist frá október þar til í mars
en frá mars til apríl uxu skeljamar um 3
mm. Mestur var vöxturinn yfir sumar-
mánuðina, 3,9 mm/mán í júní, júlí og
ágúst. í seplember 1991 voru skeljarnar
þriggja ára gamlar, 43 ± 8 mm að hæð
(5. mynd) og rauðbrúnar að lit.
Mánaðarsveiflur vaxtarhraðans frá
september 1988 til september 1991 eru
sýndar á 6. mynd. Vaxtarhraðinn var
langmestur fyrsta mánuðinn eftir að
lirfurnar settust í safnara, að meðaltali
3,6% á dag, en féll síðan yfir veturinn.
Með auknum sjávarhita og aukinni fæðu
á formi svifþörunga jókst vaxtarhraðinn
að nýju að vori og var 0,9% á dag í
september 1989, þegar skeljarnar voru
fluttar yfir í búrin. Fyrsta veturinn í
búrunum (1989-1990) var vöxturinn
enginn frá nóvember til mars, en
vaxtarhraðinn var mestur í maí og ágúst,
159