Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 51
55
1988 1989 1990 1991
5. mynd. Meðalhæð og staðalfrávik hörpudisks frá september 1988 til september 1991.
Mean heiglit ± s.d. of juvenile lceland scallop during three years in suspended culture.
samræmi að finna á milli vaxtarhraða
skeljanna og hitastigs nema hvað vaxtar-
hraðinn jókst að vori, um það bil
rnánuði fyrr en hitastigið.
Seltan var stöðug allan rannsóknar-
tímann. Mældist hún lægst að vori,
33,7%c, en hæst síðla sumars, 34,7%c, öll
rannsóknarárin.
UMRÆÐA
Vaxtarhraði hörpudisksins var mestur
(3,6% á dag) fyrsta mánuðinn eftir að
skeljarnar settust í safnarana (frá septem-
ber til október). Yfir veturinn dró úr vext-
inum en hann stöðvaðist þó aldrei alveg.
Vöxt skeljanna þennan fyrsta vetur í
söfnurunum, þrátt fyrir lágt hitastig
sjávar og litla fæðu, má að öllum lík-
indum rekja til smæðar dýranna. Að
vori jókst vöxtur skeljanna að nýju með
hækkandi hita r sjó og aukinni fæðu, og
var hámarki náð yfir sumarið (júlí og
ágúst) samfara hæsta hitastigi sjávar og
mestri fæðu (6. mynd). Arsgamlar
höfðu skeljarnar náð 9,8 mm hæð. Eftir
að lirfusafnaramir voru tæmdir í septem-
ber 1989 og skeljunum komið fyrir í
eldisbúrum á 6-8 m dýpi dró verulega úr
vextinum og hann stöðvaðist alveg yfir
veturinn. Skýringin gæti verið röskun
vegna flutningsins yfir í búrin og einnig
minnkandi fæða í sjónum samfara lækk-
andi hitastigi. Snemma að vori (mars)
jókst vöxturinn aftur þrátt fyrir lágmarks-
hita en samfara aukinni fæðu og var há-
marksvaxtarhraði mældur í maí og aftur
í ágúst árið 1990. Árið 1991 var vaxtar-
hraðalínuritið með líku sniði og árið
áður nema hvað vaxtarhraðinn var nú
minni, þrátt fyrir um það bil sarna vöxt
skeljanna í mm og álíka fæðuframboð
(6. mynd). Skýringin á minni vaxtar-
161