Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 52
SNJMMJ SNJMMJSNJMMJ S
1988 1989 1990 1991
6. mynd. Meðalvaxtarhraði hörpudisks, hitastig og blaðgrænumagn frá september 1988 til
september 1991 í Breiðafirði. Height specifw instantaneous growth rate of juvenile scallop,
mean monthly temperature and chlorophyll-a at the culturing site.
hraða seinna árið í búrunum er væntan-
lega sú að dýrin voru stærri og þurf'tu
því meiri fæðu til að viðhalda líkams-
starfsemi sinni en áður. Þar af leiðandi
varð minni hluti orkunnar eftir fyrir vöxt
(Vahl 1981), en minnkandi vaxtarhraði
með auknum aldri er einkenni margra
tegunda samloka (Richardson o.fl. 1980
og 1982).
Samspil hitastigs, fæðu, strauma og
seltu er flókið og erfitt er að meta áhrif
hvers þáttar fyrir sig á vöxt einstaklings
eða samfélags. I rannsókninni kom fram
að vöxturinn var tengdur fæðu og hita-
stigi á eldisstaðnum en sveiflur í seltu
voru litlar og hafa varla skipt máli. Dýrin
uxu frá mars til október, að báðum mán-
uðum meðtöldum. I mars jókst fæðan í
sjónum en hitastigið var í lágmarki á
þeim tíma. Hið lága hitastig hindraði
ekki vöxt skeljanna og sambærilegar
niðurstöður hafa fengist úr vaxtar-
athugunum á hörpudiski frá Bretlandi
(Broom og Mason 1978), Danmörku
(Ursin 1956) og Noregi (Wallace og
Reinsnes 1985). Öll rannsóknarárin var
vöxturinn mestur að vori (apríl/maí),
þegar fæða jókst og hiti hækkaði í
sjónum, og síðan aftur um sumarið (júlí/
ágúst) samfara hæsta hita og mestri
fæðu.
Ekki hafa verið gerðar tilraunir með
vöxt hörpudisks (Chlamys islandica) frá
því lirfur setjast í safnara og þar til
markaðsstærð hefur verið náð en
Wallace og Reinsnes (1984) rannsökuðu
vöxt ókynþroska hörpudisks (20-30 mm)
í eldi í Norður-Noregi frá júní fram í
desember. Á þessu tímabili uxu skeljam-
ar á 6-8 m dýpi um 6 mm. Til saman-
burðar uxu skeljarnar í núverandi
rannsókn þessa sömu mánuði um 9,8
mm. Þennan mismun á vexti má að öll-
um líkindum skýra með hærra hitastigi
og meiri fæðu í Breiðafirði en í
Norður-Noregi.
162
Vaxtarhraði %/dag / Blaðgræna mg/m3