Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 60
Eins og fram hefur komið hefur tvívetnisstyrkur vatns verið notaður hér á landi í hartnær þrjá áratugi til að kortleggja grunnvatnsstreymi og skýra uppruna jarðhitavatns. Hins vegar hefur suðu og blöndun ekki verið jafn mikill gaumur gefinn, enda þarf þá að mæla bæði súrefnis- og vetnisstyrk vatnsins (Darling og Halldór Ár- mannsson 1989). Með tilkomu nýs og afkastamikils massagreinis Raun- vísindastofnunar hafa nú opnast mögu- leikar til þessa og má nefna að jarðhitavökvi frá Mosfellssveit og Nesjavöllum hefur verið rannsakaður með tilliti til slíkra ferla (Árný E. Sveinbjörnsdóttir 1988a, 1988b). Jarð- hitavatn kólnar á leið sinni til yfirborðs. Kólnunin getur verið þrenns konar: 1) leiðnikæling 2) blöndun við kaldara vatn 3) kólnun samfara suðu Greina má á milli þessara ferla með samsæturannsóknum. Sem dæmi um leiðnikælingu má nefna að Truesdell o.fl. (1977) hafa reiknað að leiðnikæling fyrir lóðrétt pípuflæði (pipe flow) lækkar hitastig um helming í 0,4 1/sek rennsli frá 1 km djúpum geymi. Leiðnikæling er talin mikilvæg fyrir staka hveri þar sem rennsli er innan við 1 1/sek. Samfara leiðnikælingu verður engin breyling á 8D. Berg inniheldur lítið vetni þannig að litlir sem engir möguleikar eru á skiptum (exchange) vetnissamsæta milli bergs og vatns. Hins vegar getur 8ikO breyst vegna skipta við súrefni bergs, en það gerist mjög hægt ef hitastig er lægra en 200°C. Blöndun heits vatns við kaldara er mjög algeng á hverasvæðum. Hægt er að þekkja kalda vatnið á samsætustyrk þess, sem fellur á úrkomulínuna (þ.e. án nokkurra súrefnisskipta). Það er venjulega staðarúrkoma, en heita vatn- ið getur verið komið langt að. Blönd- un getur átt sér stað fyrir eða eftir suðu. Breytingar á klóríð- og 8l80-styrk sem nema meira en 40% benda oftast til blöndunar. Suða og gufutap eru áhrifaríkustu kælingarvaldar á háhitasvæðum því að oft varna útfellingar innstreymi kalds vatns. Jafnvægisdreifing samsæta súrefnis og vetnis milli gufu og vatns er háð hitastigi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að samsætustyrkur gufu og vatns úr borholum endurspeglar jafnvægi milli þessara fasa (Giggenbach 1971, Bragi Árnason 1977). Þess vegna er hægt að álykta að samsætustyrkur gufu og vatns í náttúrulegum kerfum, þar sem streymi er hægara, endurspegli jafnvægi. Samsæturannnsóknir nýtast einnig við mat á stærð vatnasviðs ákveðins kerfis og á breytingum samfara vinnslu. Bragi Árnason og Jens Tómasson (1970) sýndu fram á að hægt er að nota vetnishlutfall jarðhitavatns til að þekkja og afmarka mismunandi vatns- kerfi, jafnvel innan sama jarðhita- svæðis. Innan jarðhitasvæðisins sem kennt er við Elliðaár í Reykjavík fundu þeir tvö vatnskerfi, en það þýðir að heita vatnið sem kemur upp í þessu jarðhitakerfi á uppruna sinn á tveimur ólíkum stöðum. Jarðhitasvæði við Húsavík töldu þeir innihalda vatn úr þremur mismunandi vatnskerfum. Samtúlkun á vetnissamsætum og öðr- um efnafræðilegum gögnum um jarð- hitavatn getur gefið mikilsverðar upp- lýsingar um efnasamsetningu þeirra jarðlaga sem vatnið hefur Ieikið um. Þannig sýndu mælingar úr borholu í Vestmannaeyjum að jarðhitavatnið væri að uppruna úrkoma, sem senni- lega hefur fallið í grennd við Eyja- fjallajökul, en seltuna hefði það öðlast við að flæða um klóríðrík setlög á leið sinni um berglög landgrunnsins út til Eyja. 170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.