Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 61
1. tafla. Jafnvægisdreifing súrefnissamsæta milli steinda og vökva. Oxygen isotope frac-
tionation factors between minerals and fluid.
Tvenndir 103 lna Heimildir
1 Kalsít-vatn 2,78 (10*’/T2) -3,39 O'Neil o.ll. 1969
2 Kalsít-vatn 2,78 (106/T2) -2,89 Friedman og O'Neil 1977
3 Kvars-vatn 3,34 (106/T2) -3,31 Matsuhisa o.n. 1979
4 Feldspat-vatn (2,91-0.766) (106/T2) -3,41-0,416 O'Neil og Taylor 1967
5 Feldspat-vatn (2,39-0,96) (106/T2) -2,51-0,36 Matsuhisa o.n. 1979
6 Kalsít-feldspat (-0,13+0,766) (106/T2) +0,02+0,416 Tvenndir 1 og 4
7 Kvars-kalsít 0,56 (106/T2)-0,08 Tvenndir 1 og 3
Berg jarðhitakerfa
Það eru þó ekki eingöngu samsætur
jarðhitavökva sent geyma upplýsingar
um jarðhitakerfi heldur líka samsætur
bergs þess sem vökvinn hefur leikið
um. Rannsóknir hafa sýnt að súrefnis-
samsætuskipti eiga sér stað á milli
bergs og vökva í jarðhitakerfum. Þessi
efnaskipti eru háð hitastigi og hafa því
verið notuð til að meta hitastig í jarð-
hitakerfum. Einnig er hægt að meta
hlutfallið milli rúmmáls bergs og vökva
í jarðhitakerfi með mælingum á sam-
sætuhlutföllumí bergi og í jarðhitavatni.
Eri'itt er að meta dreifistuðla sam-
sætanna milli bergs og vökva við lægra
hitastig en 300°C á tilraunastofum.
Ummyndunarsteindir sem myndast í
jarðhitakerfum við hitastig á bilinu
100-300°C eru því mikilvægar við mat
á áreiðanleika dreifistuðla sem
ákvarðaðir hafa verið á rannsóknar-
stofum við lægra hitastig en 300°C. I
1. töflu eru sýndar jöfnur sem fundnar
hafa verið á tilraunastofum og lýsa
dreifingu súrefnissamsæta (a) milli
steinda og valns.
Tilraunir og rannsóknir á nátt-
úrulegum kerfum hafa sýnt að sam-
sætur í ummyndunarsteindum eiga mis-
auðvelt með að ná jafnvægi við
samsætur vökvans. Kalsít (CaC03),
sem myndast við útfellingu úr jarð-
hitavökva, nær t.d. fljótt jafnvægi við
vökvann ef hitastig er um eða yfir
100°C (Clayton o.fl. 1968). Kvars
(SiO,) nær aftur á móti seint samsætu-
jafnvægi við vökva við lægra hitastig
en 600°C (Blattner 1975). Þó virðist
kvars sem fellur út úr jarðhitavökva
myndast í jafnvægi við hann. Þannig
ætti jarðhitakvars að geyma í sér upp-
lýsingar um myndunaraðstæður. Með
l80/l<’0-mælingum á kvarsi er því hægt
að ráða í breytingar á jarðhitakerfinu,
ef einhverjar hafa orðið, frá myndun
þess.
Súrefnissamsætustyrkur untmyndaðs
basalts og ummyndunarsteinda (kvars,
kalsít og feldspat) af mismunandi dýpi
hel'ur verið ákvarðaður í bergi úr
borholu KJ-7 af Kröflusvæðinu og
holu RN-8 á Reykjanesi (Árný E.
Sveinbjörnsdóttir 1983, Árný E. Svein-
171