Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 64
5. mynd. Styrkur súrefnissamsæta í bor-
holusvarfi úr holu KJ-7 í Kröflu. Til
viðmiðunar er einfaldað jarðlagasnið
holunnar sýnt. Oxygen isotopic composi-
tion of drill cuttings shown in relation to
the geological profile of well KJ-7, Krafía.
liggi ýmist í efri eða neðri hluta. Þessi
túlkun er í samræmi við fyrrgreindar
niðurstöður fyrir kalsít af sama dýpi.
Súrefnisgreiningar á kvarsi og kalsíti
eru til af sýni frá 390 m dýpi. Reiknað
jafnvægishitastig er 240°C, og er það
mjög nálægt mældu hitastigi (220°C).
Þessar niðurstöður styrkja enn frekar
þá hugmynd að nú ríki jafnvægi milli
kvars, kalsíts og jarðhilavökva í
Kröflukerfinu. Allténd benda þær til
þess að samsætustyrkur jarðhita-
vökvans hafi ekki breyst að nokkru
ráði síðan þessar jarðhitasteindir
mynduðust.
Ferskt yfirborðsbasalt af Kröflu-
svæðinu er afar einsleitt með tilliti lil
styrks súrefnissamsæta, og er meðal-
styrkur þeirra í því +4,6%c (Árný E.
Sveinbjörnsdóttir o.fl. 1986). Dreifing
þeirra er hins vegar meiri í súra berginu
(+3,2 til +5,l%c). Greining á ummynd-
uðu basalti úr holu KJ-7 leiddi í ljós
að lsO-styrkur þess er u.þ.b. 10 lil 12%o
minni en í fersku yfirborðsbergi (3.
tafla) og er hann sýndur á 5. mynd
ásamt einfölduðu jarðlagasniði af
holunni.
Af myndinni sést að l80/l60-hlutfall
bergsins lækkar með auknu dýpi. Tveir
meginþættir hafa áhrif á umfang súr-
efnishvarfa milli bergs og vökva,
þ.e.a.s. hitastig og hlutfallið milli
bergs og vökva í kerfinu (þ.e. hlutfallið
vatn/berg, skammstafað v/b).
Hægt er að meta v/b-hlutfallið í
lokuðu jarðhitakerfi með eftirfarandi
jöfnu (Taylor 1974):
v/b=(8lok - 5U|,phaf)k /5upphaf - (5'ok - A)
þar sem A=8,'ok - 8lok
Reiknað v/b-hlutfall er, eins og sést
af jöfnunni, mjög háð mati á upp-
hafsgildi vökvans (8uppl,af). Fyrir Kröflu-
kerfið reiknast hlutfallið =100 ef 8I80
upprunalega vökvans er reiknað út frá
8D núverandi jarðhitavökva. Ef við
notum hins vegar gildið fyrir holu KJ-
7 sem upphafsgildi lækkar hlutfallið
niður í 20. Þetta sýnir að einungis er
hægt að nýta jöfnuna til mjög grófs
mats á hlutfallinu milli bergs og vökva.
Reykjanes
I 2. töflu eru sýndar niðurstöður
kalsítgreininga á sýnum úr holu RN-8
á Reykjanesi. Einnig er sýnt reiknað
jafnvægishitastig, miðað við jafn-
vægisstuðla frá O'Neil o.fl. (1969) og
að jarðhitavökvinn sé einsleitur hvað
varðar styrk súrefnissamsæta (—1,08%c)
(Jón Ólafsson og Riley 1978). Til
viðmiðunar eru einnig sýnd hitastig sem
174