Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 72
hæg, geta tekið milljónir ára, a.m.k. ef
vatn er af skornum skammti í berginu.
Engin skörp skil eru milli þeirra
efnahvarfa sem leiða til samlímingar
setlaga og þeirra sem leiða til nrynd-
breytingar. í báðum tilfellum er aðal-
lega um það að ræða að steinefni,
þ.e. steindir, leysast upp í vatni en
aðrar falla síðan út. Segja má að
samlíming verði á tiltölulega litlu dýpi,
niður á nokkra kílómetra, en mynd-
breyting á ineira dýpi þar sem hiti og
þrýstingur er hærri.
I storkubergi sem liggur ofarlega í
jarðskorpunni verða efnahvörf hlið-
stæð þeim sem valda samlímingu
setlaga. Þessi hvörf leiða til myndunar
holufyllinga í sprungum og glufum í
berginu. Holufyllingarnar eru gerðar úr
steindum eins og bergkristal, kalki og
ýmsum geislasteinum. Stundum valda
umrædd efnahvörf allmikilli um-
kristöllun á litlu dýpi þar sem jarðhiti
er. Slíkt berg kallast ummyndað og er
víða að finna hér á landi. Hins vegar
er eiginlegt myndbreytt berg hvergi
sjáanlegt á yfirborði, en ýmsar rann-
sóknir benda til þess að það sé ríkjandi
á nokkurra kílómetra dýpi.
KRISTALBYGGING SILÍKATA
Nær allt berg er samsett úr steindum,
einni eða fleiri. Hver steind hefur
ákveðna kristalbyggingu og er þessi
bygging aðaleinkenni hennar. Sumar
steindir hafa líka ákveðna efnasam-
setningu, ákveðna eðlisþyngd, lit o.l'l.
Aðrar steindir hafa hins vegar nokkuð
breytilega efnasamsetningu sem aftur
veldur því að eðlisþyngd og fleiri
eðliseiginleikar eru nokkuð breyti-
legir.
Aðaluppistaðan í nær öllu storku-
bergi eru steindir sem tilheyra ilokki
steinda sem nefnist silíköt. I þeim
öllum er kísill og súrefni auk ýmissa
annarra efna. Silíkötum er skipt niður
í 5 meginflokka eftir kristalbyggingu.
Þeir nefnast eyjasilíköt, keðjusilíköt,
bandsilíköt, lagsilíköt og grindarsilíköt.
Auk silíkata eru ýmis oxíð tiltölulega
algeng í sumu storkubergi, einkum
oxíð af járni og títan.
Frumeiningin í kristalgrind allra
silíkata er „sameindin“ Si04 (hér nefnd
KS-frumeining) sem myndar ferflötung
með Si í miðju en O á hornunum (1.
mynd). Mismunandi kristalbygging
ræðst svo af því hvort og hvernig KS-
frumeiningarnar tengjast saman. KS-
frumeiningin hefur hleðsluna -4, þar
sem gildi kísils er +4 og súrefnis -2.
Séu KS-einingarnar alveg aðskildar er
um eyjasilíköl að ræða. Á milli
eyjanna eru atóm annarra frumefna,
eins og járns og magnesíums, sem
halda þeim saman og vega upp nei-
kvæða hleðslu KS-eininganna (2.
mynd). KS-frumeiningarnar geta tengst
saman og myndað keðjur þannig að
1. mynd. Silíkat-einingin Si04. Ferflöt-
ungurinn, þ.e. kísil-súrefniseiningin, er
frumbyggingareining í öllum silíkötum.
Hið smáa kísilatóm í einingunni sést ekki.
Súrefnisatómin Ijögur (stóru hringirnir)
skyggja á það. Miðja hvers súrefnisatóms
liggur í horni reglulegs ferflötungs en
kísilatómið er í honum miðjum. Svarti
punkturinn sýnir stærð kísilatómsins
miðað við súrefnisatómið.
182