Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 74
1. tafla. Kristalbygging og heiti algengustu flokka silíkata.
Kristalbygging Steindaflokkur Dæmi um steindir Algengustu katjónir
Eyjasilíköt Ólivín Forsterít, fayalft Mg, Fe
Keðjusilíköt Pýroxen Agít, orþópýroxen Mg, Fe, Ca, Al
Bandsilfköt Amfíból Hornblendi Mg, Fe, Ca, Al
Lagsilíköt Glimmer Múskóvít, bíótít Na, K, Al, Mg, Fe
Grindarsilíköt Feldspöt Plagíóklas, alkalífeldspat Ca, Na, K
inni. Verði þau í grindarsilíkötum
þurfa katjónir að koma í kristalinn
milli KS-eininga til að viðhalda
hleðslujafnvægi. I feldspötum (sjá I.
töflu) skipta ein eða tvær áljónir fyrir
hverjar fjórar kísiljónir í kristal-
grindinni, en natríum, kalí eða kalsíum
vega upp missinn á jákvæðum hleðsl-
um og sitja þessi el'ni í götum sem eru
til staðar í kristalgrindinni.
Kristalbygging steinda endurspeglast
í ýmsum eiginleikum þeirra sem unnt
er að greina með berum augum.
Þannig klofna t.d. lagsilíköt auð-
veldlega í flögur. Ef steindir hafa
reglulega fleti er oft talað um kristalla.
í storkubergi mynda steindir korn sem
ýmist hafa reglulega eða óreglulega
lögun.
KVIKA
Kvika, stundum nefnd hraunkvika,
bergkvika eða bergbráð, er blanda af
uppbræddum steindum og ýmsum
gastegundum, mestmegnis vatnsgufu.
Við kólnun kviku og storknun rjúka
lofttegundirnar í burtu að meira eða
minna leyti. Með orðinu storknun er
átt við að kvikan stífni og verði að
föstu efni. Oftast myndast kristallar við
storknun kviku, þ.e.a.s. steindir sem
hafa ákveðna kristalbyggingu. Verði
kólnun snögg getur þó svo farið að
kvikan nái ekki að kristallasl. Hún
verður glerkennd. Samlíkingin við
gler ræðst af því að það er ókristallað
efni.
Kvika myndast við það að steindir
í bergi í neðri lögum jarðskorpunnar
eða í möttlinum sem undir henni liggur
bráðna að hluta. Bræðslumark steinda
er ekki aðeins háð hita heldur einnig
þrýstingi. Þar sem möttulefni stígur upp
minnkar farg þess bergs sem ofan á
liggur, þ.e.a.s. þrýstingurinn lækkar.
Þrýstilækkunin getur valdið því að
möttulefnið bráðnar að hluta. Við
hlutbráðnum möttulefnis myndast
basísk kvika. Þegar basísk kvika
storknar verður til basískt berg. ísland
er að langmestu leyli gert úr basísku
bergi.
Basísk kvika sem stígur upp í
jarðskorpuna og myndar þar kvikuhólf
getur hitað bergið í þakinu yfir hólfinu
nægilega til að bræða það að hluta.
A þann hátt getur súr kvika orðið til.
Súr kvika getur þó einnig myndast á
annan hátt og í meira mæli. Undir svo-
nefndum jarðlrogum' og fellinga-
fjöllum' er jarðskorpan óvenjulega
þykk. Hún hefur þykknað við það að
jarðskorpuflekar sem fljóta á svo-
nefndu deighvolfi' (einnig nefnt flot-
hvolf eða deighvel) í möttlinum ýtast
saman. Þykknunin gerir það að
verkum að skorpuefni getur komist
niður á nægilega mikið dýpi til þess
184