Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 78
sprungunum. Þá myndast óreglulega
lagaðir stuðlar út frá þessum vatns-
leiðandi kælisprungum. Berg með
óreglulega smástuðla hefur verið
kallað kubbaberg en regulega stuðlað
berg stuðlaberg.
Súr bergkvika er oft gasrík. Stundum
freyðir kvikan í gosopinu líkt og mjólk
sem er látin sjóða, fremur en að
afgösun verði snögglega með tilheyr-
andi sprengivirkni. Stór flikrubergslög
sem tengjast öskjumyndun telja jarð-
fræðingar að myndist á þann hátt að
afgösun kvikunnar hefjist í gígrásinni
langt undir yfirborði og þess vegna
verði mjög ákaft streymi á kviku-gas-
blöndunni í gosopinu, með þeim
afleiðingum að kvikustrókur myndast.
Við þenslu gassins í andrúmsloftinu
hrinur kvikan í stróknum niður og
rennur svo frá gosopinu. Þegar frauð-
kvika storknar myndast flikruberg.
Flikruberg einkennist af útflöttum
bergmolum, svonefndum flikrum, sem
eru yfirleitl nokkrir sentímetrar á lengd.
A milli flikranna eru glerkenndir molar,
berg- og kristallabrot. Flikrurnar hafa
myndast úr smáslettum af kviku sem
voru enn fljótandi þegar frauðið settist
til og þess vegna flöttust þær út undan
fargi efnisins sem á þær lagðist. í
miðju flikrubergslaga, þar sem kæling
er hægust, hafa flikrunar stundum
runnið saman í eina storku. Utlit þessa
hluta flikrubergslaga verður þá keim-
líkt venjulegum hraunlögum.
KORNASTÆRÐ
Margir þættir ráða kornastærð
storkubergs, einkum seigja kvikunnar
og hversu hratt hún kólnar. Ennfremur
hefur það áhrif á kornastærð hversu
mikið kvikan hefur náð að undir-
kælast áður en kristallamyndun hófst.
Með undirkælingu er átt við að kvikan
kólni niður fyrir eiginlegt storknunar-
mark, hliðstætt því að vatn kólni
niður fyrir 0°C, þ.e. frostmark. Eðli-
lega verður undirkæling fyrst og fremst
þegar bergkvika kólnar snöggt. Mynd-
un kristalkíma og vaxtarhraði þeirra
eru þeir tveir þættir sem mestu ráða
Vaxtarhraði kristalla cm mín'1
0 0.005 0.01 0.015 0.02 0.025
6. mynd. Ferli sem sýna
vaxtarhraða nefelín-krist-
alla og hraða myndunar
kristalkíma í nefelínbráð.
Tölurnar á neðri lárétta
ásnum sýna fjölda kristal-
kíma sem myndast í hverj-
um rúmsentímetra bráðar á
mínútu, en efri lárétti ásinn
sýnir hversu hratt hleðst
utan á kristalla (í sentí-
metrum á mínútu). Nefelín
tilheyrir feldspatíðum og
hefur formúluna NaAISiO^.
Byggt á Winkler (1947).
188