Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 86
bergkviku vegna kristöllunar nefnist
kristalþáttun. Ef afgangskvika skilur sig
frá kristöllum, t.d. við það að kristall-
arnir sökkva til botns í kvikuþró en
kvikan stígur upp í efri jarðlög eða til
yfirborðs, verður til ný bergtegund við
síðari storknun þessarar afgangskviku.
Sem dæmi um kristalþáttun má nefna
að sú kvika sem er afgangs eftir
rúmlega 90% kristöllun basaltkviku
hefur efnasamsetningu ríólíts. Þannig er
mögulegt að mynda ríólítkviku með
kristalþáttun á móður- eða frumkviku
með efnasamsetningu basalts.
Meltun er samheiti á efnahvörfum
milli bergkviku og umlykjandi bergs.
Þessi efnahvörf geta verið með tvenn-
um hætti. Annars vegar getur grann-
bergið bráðnað að hluta og sú kvika
blandast frumkvikunni. Hins vegar geta
átt sér stað efnaflutningar úr grann-
berginu og öfugt, án þess að upp-
bráðnun komi til, líkt og lýst var um
kristöllun ólivíns í kaflanum um stað-
gengni og kristöllun hér að framan.
Uppbráðnun bergs má skoða sem
viðsnúna kristalþáttun. Ef basalt væri
brætt að því marki að tæplega 10%
breyttist í kviku hefði þessi kvika
efnasamsetningu ríólíts.
BERGRAÐIR
Þegar skoðaðar eru efnagreiningar
af storkubergi af tilteknum svæðum
kemur í ljós að styrkur efna innbyrðis
breytist reglulega, eins og sýnt er fyrir
8. mynd. Breytigraf
magnesíums og kísils
Lækkun kalsíums og
sem sýnir samband milli kalsíums og kísils annars vegar og
hins vegar. Gögnin eru frá Kerlingarfjöllum (Karl Grönvold 1972).
magnesíums með hækkun kísils stafar af þvf að þegar farið er úr
basísku bergi yfir í súrt -
kísill vex - minnkar mjög
magn pýroxens og ólivíns,
en þessar steindir hýsa
mestallt það magnesíum
sem er í berginu. Enn-
fremur minnkar magn an-
ortíts (CaAl,Si208) í plagí-
óklasi, eins og skýrt var á
7. mynd, þegar farið er frá
basísku bergi yfir í súrt og
er það ástæða lækkunar
kalsíums með vaxandi
kísli.
Samkvæmt gamalli venju
er styrkur efna í bergi
sýndur sem oxíð, þ.e. kals-
íum sem CaO o.s.frv. Venj-
una má rekja til þess að
þegar efnagreiningar voru
gerðar með því að leysa
bergsýni upp voru hin
ýmsu efni felld sem oxíð
og magn þeirra vigtað.
196