Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 87
trakít
10-
8-
o CM * + 6-
o CM ro Z 4-
vS ox 2-
,\ÖKU'S
benemorít
múgearít
hawaiítU^^"
alkali-
ólivín
basalt
íslandít
basaltískt íslandít
rasV'P0
be<9s'
þóleít
ólivín-
þóleít
45
50
55
60
% SiO.
65
70
75
9. mynd. Samband milli kísils (SiO,) og alkalímálma (Na,0 + K,0) í lágalkalísku og
alkalísku bergröðunum. Lengst til vinstri er basískt berg en súrt lengst til hægri. Sýnd
eru nöfn algengustu bergtegunda í báðum bergröðunum. Ennfremur er sýnt samband
milli kísils og alkalímálma í bergi frá Snæfellsjökli (bergsyrpa Snæfellsjökuls) og
Námafjalli og Kröflu (bergsyrpa Námafjalls-Kröflu). Brotna línan er svonefnd Hawaii-
lína sem greinir í sundur lágalkalískt berg annars vegar og alkalfskt hins vegar (sjá 10.
mynd). Byggt á gögnum frá Páli Imsland (1978) og Níelsi Óskarssyni o.fl. (1982).
magnesíum, kalsíum og kísil á 8.
mynd. Línurit eins og þau sent sýnd
eru á 8. mynd hafa verið nefnd
breytigröf. Þau eru talin endurspegla
að á viðkomandi svæði sé til ein
móður- eða frumkvika og einhver
ferli, eins og kristalþáttun eða meltun,
valdi því að þessi kvika breyti upp-
runalegri efnasamsetningu og að
þannig myndist margar bergtegundir úr
einni og sömu móðurkvikunni.
Að því er varðar basalt, eða öllu
heldur basallkviku, og afleiddar berg-
tegundir eru til tvær meginbergraðir,
lágalkalíska (þóleílíska) og alkalíska
röðin (alkalí-ólivín basaltröðin) (9.
mynd). Bergtegundir sem tilheyra
lágalkalísku röðinni falla nálægt
línunni sem markar bergsyrpu Náma-
fjalls-Kröflu á 9. mynd, en berg-
tegundir alkalísku raðarinnar liggja
ofar. Með samanburði á 9. mynd og 2.
töflu má sjá hverjar þessara berg-
tegunda eru basískar og hverjar ísúrar
eða súrar. Það voru rannsóknir á
Hawaii sern leiddu upphaflega lil
skiptingar á basalti í þóleít og alkalí-
ólivín basalt og byggðust þær á sam-
bandi milli kísils og alkalímálmanna
natríums og kalís í bcrginu (10. mynd).
Síðari rannsóknir leiddu í ljós að
meginsteindirnar í þóleíti, sem reikn-
aðar eru út frá efnagreiningum, eru
plagíóklas, pýroxen og annaðhvort
ólivín eða kvars. I alkalí-ólivín basalti
eru steindirnar hins vegar plagíóklas,
pýroxen, ólivín og nefelín (11. mynd).
Við kristalþáttun á þóleítkviku breylist
efnasamsetning kvikunnar í átt að
kvars-horninu á I 1. mynd en í átt að
197