Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 91

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 91
útfelling ummyndunarsteinda eins og járnoxíða gefur berginu einnig dökkan lit. Dílar í basalli eru algengir, bæði af plagíóklasi, pýroxeni og ólivíni. Þeir geta verið 5-10 mm í þvermál, jafnvel stærri. Þeir eru auðþekktir, plagíóklas er hvítur, pýroxen svart og ólivín grænt til gulgrænt. Basalt með plagíóklas- dílum nefnist dílabasalt. Basalt með áberandi pýroxendílum heilir ankara- mít, en í því er einnig jafnan eitthvað af ólivíndílum. Sé fremur lítið af ólivíndílum í basalti nefnist það einfaldlega ólivín-basalt en sé mikið af þcim, margir miða við 20%, kallast bergið pikrít. Basaltískt-íslandít Basaltískt-íslandít er berg sem er millistig milli basalts og íslandíts. Ekki verður það greint frá basalti eða íslandíti í handsýni svo öruggt sé, efnagreining er nauðsynleg til að greina þetta berg til tegundar. Flest hraun frá Heklu eru basaltískt-íslandít. Sjá þó síðustu málsgrein hér fyrir aftan undir íslandíti. Biksteinn Biksteinn er mjög svipaður hrafn- tinnu í útliti en hel'ur fremur fitugljáa en glergljáa. Það efni sem yfirleitt er kallað biksteinn mun vera súrt gler sem er nokkuð ummyndað. Ummyndunin hefur orðið vegna þess að glerið hefur drukkið í sig vatn, enda er biksteinn nokkru vatnsríkari en hrafn- tinna. Bólstraberg Þegar hraun rennur út í vatn, hvort sem um er að ræða gos í sjó, vötnum eða undir jökli, kólnar kvikan snögg- lega á yfirborðinu vegna snertingar við vatnið og hel'ur um leið til- hneigingu lil að mynda kúlur eða bólstra. Sé landið hallandi geta bólstr- arnir oltið undan hallanum, en hafa tilhneigingu til að fletjast út undan eigin þunga þar sem þeir staðnæmast og hlaðast upp í lög sem geta verið mörg hundruð metrar á þykkt. Snögg kæling á yfirborði bólstranna gerir bergið glerkennt en hægari kæling frá yfirborðinu inn að miðju leiðir til myndunar stuðla sem snúa þvert á yfirborðið. Flest bólstraberg hefur myndast úr basískri kviku. Súrt berg úr reglulega löguðum bólstrum er sjaldgæft. Bólstr- ar geta verið mjög misstórir. í basalt- bólstrabergi eru þeir gjarnan hálfur til einn metri í þvermál og svört gler- skánin á ytra borði nokkrir millímetrar á þykkt. í súru bólstrabergi eru bólstr- arnir miklu stærri, geta verið tugir metra í þvermál og glerskánin tugir sentímetra á þykkt, jafnvel meira. Bólstraberg er algengt hér á landi í gosmyndunum frá ísöld, einkum basalt- bólstraberg. Þekktur fundarstaður slíks bergs er í Stapafelli á Reykjanesskaga. í Bláhnúk við Fandmannalaugar eru stórir bólstrar af súru bólstrabergi. Breksía Þetta heili er notað um storkuberg sem gert er úr bergbrotum og milli- massa af fínna efni sem getur verið meira eða minna glerkennt. Sumir nota orðið brotaberg í stað breksíu. Orðið þursaberg er yfirleitt notað um basalt- breksíu þar sem millimassinn er mó- bergsglcr. Súr breksía er berg sem hefur að geyma bergbrot af súru bergi. Breksía myndast vegna sprengivirkni í eldgosum. Dasít Dasít er súrt, dulkornótt berg og oft glerkennt að verulegum hluta. Það er dökkt á lit ef það er glerkennt en ljóst eða ljósgult el' það er alkristallað. Það 201
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.