Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 94
Íslandít er að finna á allmörgum
stöðum á Islandi, eins og í Sleggju
ofan Kolviðarhóls í Hengli, í Heklu og
Þingmúla á Héraði. Þessu bergi var
fyrst lýst á síðastnefnda staðnum.
ísúrt, dulkornótt berg er yfirleitt nefnt
andesít eftir þeim stað þar sem því var
fyrst Iýst, Andesfjöllum í Suður-
Ameríku. Andesít er algengt víða um
heim þar sem eldvirkni er eða hefur
verið á mótum jarðskorpufleka sem
kýtast saman. I þessu bergi eru dílar af
hornblendi og bíótíli algengir auk
plagíóklass, en tvær fyrstnefndu steind-
irnar bera þess vott að kvikan hafi
verið tiltölulega vatnsrík. í íslandíti er
plagíóklas algengasta steindin en síðan
pýroxen í stað hornblendis og bíótíts.
Þessi munur í steindasamsetningu er
meginástæða þess að ísúru, dul-
kornóttu bergi á íslandi var gefið
sérstakt nafn, íslandít. Ennfremur er
íslandít járnríkara en andesít. Sumir
telja réttilega að binda ætti nafnið
íslandít við ísúrt berg af þóleítísku
bergröðinni. Væri það gerl teldist súrt
berg úr Heklu ekki til íslandíts, þar sem
það er millistig milli lágalkalísku
(þóleítísku) og alkalísku bergraðanna.
Perlusteinn
Eins og hrafntinna og biksteinn er
perlusteinn súrt, glerkennt berg. Hann
er ljós á lit og vatnsríkur (>3-5%).
Hið háa vatnsinnihald í perlusteininum
veldur því að hann þenst út þegar hann
er hitaður upp í um 900 gráður. Við
þennan háa hita er glerið orðið deigt
og vatnið, sem hefur breyst í gufu,
vcldur þenslunni. Perlusteinn sem hcfur
verið malaður í 1-2 mm korn myndar
léttar baunir við þenslu. Þaninn
perlusteinn þykir gott fylliefni í
léttsteypu vegna þess hve rúmþyngd
baunanna er lág (0,1-0,2 g fyrir hvern
rúmsentímetra) en styrkur tiltölulega
mikill.
Perlusteinn finnst í miklu magni í
Prestahnúk á Kaldadal. Ekki hefur þó
þóll hagkvæmt að vinna hann þar
vegna þess hve staðurinn er langt frá
höfn og vegir slæmir.
Ríólít
Þetta hcrg er súrt og dulkornótt. Hér
á landi hefur það lengst af verið
kallað líparít. Það nafn er komið frá
Liparieyjum sem eru nálægt Sikiley og
tilheyra Ítalíu. Líparít er sömu merk-
ingar og ríólít en það síðarnefnda
hefur nú alþjóðlega viðurkenningu og
því ástæða til að nota það í stað
líparíts. Þetta berg er mjög keimlíkt
dasíti í útliti og ekki öruggt að greina
þessar tvær bergtegundir að nema með
efnagreiningu. Útfellingar af járni eru
algengar og líta þær út eins og ryð og
gefa berginu gulbrúnan eða brúnan lit,
a.m.k. á sprunguflötum. Ríólít og skylt
súrt, dulkornótt berg er að finna mjög
víða hér á landi. Stærsta svæðið með
slíku bergi er umhverfis Torfajökul.
Túff
Nafnið túff er notað um samlímda
gosösku. Nafnið gefur til kynna hver
ásýnd og uppruni bergsins er en segir
ekkerl lil um efnasamsetningu þess.
Vegna snöggrar kælingar er túff
glerkennt. Einstök korn geta verið
kúlulaga og full af smáblöðrum, eða
köntuð, en það sést sjaldan með
berum augum vegna smæðar kornanna.
Þá geta verið í því kristallabrot, brot af
dílum sem mynduðust áður en kvikan
barst til yfirborðs. Sé ástæða til að
geta nánar um berglegund þá sem
túffið er úr má gera það með því að
hafa bergheitið á undan sem forskeyti,
t.d. basalt-túff eða einfaldlega basískl
eða súrt túff, ef maður er ekki viss um
hver bergtegundin er umfram það að
maður lelur sig geta gert greinarmun á
súru, ísúru og basísku bergi.
204