Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 97
Hass og marjúana hafa ýmsa lyfja-
verkun - draga til dæmis úr augnþrýstingi
í glákusjúklingum, halda í sketjum ógleði
af völdum krabbameinslyfja og örva
matarlyst alnæmissjúklinga. En aukaverk-
anir kannabisefnanna eru svo skaðlegar
að þau eru sjaldan notuð. Nú binda menn
vonir við að rannsóknir á kannabis-
nemum í heila og náttúrlegum boðefnum
eins og anandamíði geri mönnum kleift
að framleiða lyf með lækningarmætti
kannabisefnanna án aukaverkananna.
Miðunarkerfi vísar blindum veg
„Hnattmiðunarkerfið" Global Position-
ing System, eða GPS, notar gervitungl
með nákvæmum atómklukkum til að
staðsetja hluti á jörðu niðri með
nokkurra metra eða tuga metra ná-
kvæmni. Vinna að kerfinu hófst fyrir
tveimur áratugum og það var tekið í
notkun árið 1978. Þá náði það aðeins
til hluta jarðar en eftir því sem gervi-
tunglunum fjölgaði stækkaði sviðið. 1
sumar var kerfið fullbúið, þegar tuttug-
asta og fjórða og síðasta gervitunglinu
var skotið á loft. Það spannar nú alla
jörðina.
GPS er í eigu bandan'ska varnar-
málaráðuneytisins og frumhlutverk þess
er hemaðarlegt, enda var því mjög beitt
í Flóabardaga hinum síðari. Samt geta
aðrir nýtl sér kerfið með fremur ódýrum
tækjabúnaði á jörðu. Hluti kerfisins er
þó lokaður öðrum en eigendum þess sem
geta miðað því af enn meiri nákvæmni
en hér hefur verið greint frá.
Kanadískur verkfræðinemi, Charles La
Pierre, hefur hannað viðtæki sem auð-
veldar blindum mönnum og sjónskertum
að rata í borgum. Sjálfur er La Pierrc
sjónskertur og getur ekki lesið götunöfn
á skiltum. Hann kortlagði 20 hektara
svæði í Otlawaborg með hjálp GPS-
kerfisins og skráði hnitin í gagnagrunn.
Þegar notandi þrýstir á hnapp tilkynnir
talgervill honum á hvaða götu eða götu-
horni hann sé staddur. Frumgerð tækisins
vó 11 kíló en La Picrre hefur nú fengið
styrk til að hanna endurbætta gerð sem
verður á stærð við vasadiskó, innan við
eitt kg og með heyrnartólum í stað
hátalarans í upphaflega tækinu.
Fyrstu reiðhestarnir
Menn hafa veitl villihesta á sléttum
Evrópu og Asíu allt frá því á ísöld.
Villtum hestum í Evrópu var útrýmt seint
á 19. öld en þeir hjara enn á þurrgresjum
í Asíu. Til skamms tíma var talið að
hestar helðu fyrst verið tamdir á sléttum
Mið-Asíu um hálfu öðru árþúsundi f.Kr.
Nú er ljóst að hrossaræktin er mun eldri.
Villihestar lifa í tvenns konar félags-
heildum. Annars vegar eru stóð, hryssur,
tryppi og folöld undir forystu eins
stóðhests, hins vegar flokkar fola sem
fiakka um hryssulausir. Vegir folanna eru
órannsakanlegir en slóðin fara troðnar
slóðir. Veiðimenn hafa því einkum náð
að fella hryssur og ófullvaxin afkvæmi
þeirra. Eftir að menn fóru að ala hesla
má búast við að þeir hafi valið til
slátrunar talsvert af ungum folum sem í
senn voru óstýrilátir og óþarfir til að
halda við stofninum.
í Úkraínu hafa fundist 6000 ára gömul
merki um landbúnað. Menningarskeiðið,
sem er frá bronsöld, er kennl við Sredni
Stog, eyju úti í Dnjeprfljóti, en leifarnar
voru flestar grafnar upp í Dereivka, þoipi
við vesturbakka Dnjepr 250 km sunnan
við Kíev. Hlutfall hrossabeina í matar-
leifum er óvenjuhátt. Kynjahlutfallið og
aldur dýranna bendir til þess að þau hafi
verið alin fremur en veidd, auk þess sem
leifar hrossa hala fundist á svæðum þar
sem villihestar hafa tæpasl þrifist. Þetla
eru elstu merki um hrossaeldi sem fundist
hafa. Ljóst er að hestamir voru aldir til
slátrunar. En voru þeir líka tamdir?
í Dereivka fannst höfuð og framfótur
af sex eða sjö ára stóðhesti og benda
207