Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 100
1. tafla. Tímatalskerfi yfir síðjökultíma og
nútíma. Time table for Late Weichelian
and Early Holocene.
Aldur (ár BP) Tímaskeið Veðrátta
9000-10.000 preboreal hlýtt
10.000 ísaldariok
10.000-11.000 yngra-dryas kalt
11.000-11.800 alleröd hlýtt
11.800-12.000 eldra-dryas kalt
12.000-13.000 bölling hlýtt
aska í seli eykur hörðnunarhraða þess
að miklum mun og jarðhiti getur vald-
ið myndun holufyllinga á skömmum
tíma.
Árið 1986 barst mér geislakols-
aldursgreining á skel úr Fossvogs-
lögunum sem ég hafði látið gera við
aldursgreiningastofuna í Lundi (Lu-
2599). Greiningin benti til að þau væru
um 100.000 árum yngri en áður var
talið, þ.e. um 11.000 ára, og frá
allerödtíð í lok síðasta jökulskeiðs, en
ekki frá eem. Hún gaf jafnframt vís-
bendingu um að jökulruðningsgarður-
inn á Álftanesi, Álftanesgarðurinn,
væri 2000 árum yngri en fyrr var
haldið. Álitið var að hann væri um
12.000 ára og frá kuldatíð sem nefnd
er eldra-dryas (sjá 1. löflu) en af aldurs-
greiningunni mátti draga þá ályktun að
hann væri ekki eldri en frá lokum
yngra-dryas, eða rétt um 10.000 ára.
Síðast en ekki síst gaf greiningin til
kynna miklu meiri útbreiðslu jökuls á
Suðvesturlandi og raunar á landinu öllu
Mynd 1. Sýnatökustaðir aldursgreindra skelja. Nýjar greiningar eru merktar með númeri,
staðir eldri aldursgreininga eru merktir með x. Álftanesgarður er sýndur og líkleg ysta staða
jökuis á yngra-dryas í Faxaflóa. Sample sites of C-14 dates. New dates are shown by
number, older dates are indicated by x. The Alftanes end-moraine is shown and a pos-
sible maximum extension of tlie Younger Dryas ice in Faxaflói.
210