Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 105
7. mynd. Jarðlagaskipan á
Kjalarnesi. 1) Armöl. 2)
Jökulruðningur með skeljum.
3) Strandset með skeljum. 4)
Lagskiptur fínsandur og méla.
5) Árkvartert basalt. Geologi-
cal section from Kjaiarnes. 1)
Fluvial sediments. 2) Moraine
with shells. 3) Littoral sedi-
ments witlt shells. 4) Sand and
silt layers. 5) Lower Pleisto-
cene basalt.
ingarnar frá Kópavogi og Suðurnesi
staðfesta það sem aldursgreiningarnar
á Fossvogssetinu gáfu raunar sterka
vísbendingu um, að Álftanesgarðurinn
sé frá lokum yngra-dryas eða pre-
boreal.
Álftanesgarðurinn ntarkar ekki ystu
stöðu Suðvesturlandsjökulsins á
yngra-dryas. Jökulruðningurinn á Foss-
vogsselinu við Skerjafjörð og aldurs-
greiningarnar frá Suðurnesi Seltjarnar-
ness sýna að jökullinn hefur náð mun
lengra iit á yngra-dryas. Ystu mörk
hans eru óþekkt enn sem komið er en
vafalaust liggja þau nokkuð undan
landi á botni Faxaflóa. Engar lífrænar
leifar hafa fundist í Álftanesgarði og
bein aldursgreining á honum er ekki
fyrir hendi. Aldurinn liggur þó á bilinu
9.500-10.200 BP. Hugsanlega er hann
á sama aldri og Búðaröðin á Suður-
landi, 9.700 BP (Árni Hjartarson og
Ólafur Ingólfsson 1988).
KJALARNES
Til að fá gleggri hugmyndir um ystu
legu jökuljaðarsins í sunnanverðum
Faxaflóa á yngra-dryas voru sýnin frá
Kjalarnesi tekin. Hugsanlegt þótti að
þar hefði verið autt svæði milli
Suðvesturlandsjökuls, sem kaffærði
Reykjavík, og Hvalljarðarjökuls.
Innan frá Kiðafellsmelum í Hval-
firði og út á Kjalarnes eru víða þykk
setlög við ströndina. Lög þessi eru úr
sjávarseti og jökulruðningi og í þeim
er víða mikið af skeljum. Sjávar-
bakkarnir eru 10-20 nr háir á þessum
slóðum. Sjór gengur á ströndina svo
opnur eru góðar. Skeljunum var safnað
eins utarlega og kostur var, en það er
úr svonefndum Brekkubökkum um 1
km suðvestan við bæinn Bakka. Þar
rennur lækur til sjávar í grónu gili sem
sker sundur syðsta hluta bakkanna. Sitt
hvorum megin lækjarins eru setlög af
ólíkum uppruna (7. mynd). Norðan
lækjarins er þykkur ólagskiptur jökul-
ruðningur með rniklu af upphrærðu
sjávarseti. Lagið er um 15 m þykkt og
myndað af jökli sem skriðið hefur úr
Hvalfirði. Engir endagarðar eru sjáan-
legir á þessum slóðurn og líklega er
hér að mestu um botnruðning að
ræða. Skeljasýni var tekið 2,5 m ofan
við fjöruna þar sem nýlega hafði
hrunið úr bökkunum. Skeljarnar voru
því nýkomnar fram í dagsljósið.
Aldursgreining gaf 12.005± 130 BP.
Greiningin sýnir að á bölling var
mynni Hvalfjarðar jökullaust en eftir
það gekk jökull út úr fjarðarkjaftinum.
Sunnan við lækinn eru 12-14 m háir
sjávarbakkar. Lagskiptingin þar er allt
önnur en norðan lækjarins. Þarna
vottar hvergi fyrir jökulruðningi.
215