Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 116

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 116
í heiti líkamshluta fuglanna til að geta lesið útlitslýsingar sér til gagns. í bókinni er síðan fjallað um alla ís- lenska varpfugla, far- og vetrargesti á landinu og nokkra tíða ílækinga, alls 110 tegundir. Tegundunum er skipað í hópa, ýmist eftir búsvæðum eða skyldleika. Fyrsti kaflinn fjallar um sjófugla, annar um vaðfugla og tegundaumfjöllun lýkur á spörfuglum. A hægri síðu eru litmyndir af fuglunum en texti um viðkomandi leg- undir á vinstri síðu. Þar eru einnig minnk- aðar svarthvítar útgáfur af myndunum þar sem pílur benda á helstu greiningarein- kenni fuglanna. Oft er teiknuðum skýr- ingarmyndum einnig kontið fyrir á texta- síðunni. I lok bókarinnar er komið á framfæri ýmsum notadrjúgum upplýsingum, svo sem töflu yfir fuglaheitin á 10 tungu- málum, skrám yfir sfgild íslensk verk um fuglafræði og ýmislegt annað efni sem faginu tengisl. Texti Þorsteins er allur hinn læsilegasti, kjarnyrtur og oft er gripið til óvenjulegra en mjög lýsandi orða og orðatiltækja sem meðaljóninn hefur að öllu jöfnu ekki á takteinum. Þetta m.a. gerir bókina virki- lega áhugaverða aflestrar. Maður á því að venjast að texti af þessu tagi sé mjög ein- hæfur og bjóði upp á lítil tilbrigði. Með- ferð Þorsteins á málinu er á fárra færi. Þegar greiningarhandbækur eru annars vegar verður texti ávallt að vera dyggi- lega studdur af myndefni. I bókinni er að mestu leyti notast við litljósmyndir. Leit- að var fanga víða, bæði í smiðjum ís- lenskra og erlendra fuglaljósntyndara. í þessum efnum hefur verið úr mjög vöndu að ráða því að nauðsynlegt er að grein- ingareinkenni fuglanna sjáist berlega á myndunum. Mikið er til af gæðaljós- myndum af íslenskum fuglum en þær full- nægja ekki endilega þessunt kröfum. Því hafa stundum orðið fyrir valinu myndir sem sýna einkenni fuglanna vel en er ábótavant að ýntsu öðru leyti. I nokkrum tilvikum er unt að ræða Ijósmyndir af uppstoppuðum fuglum og sex málaðar myndir eftir Brian Pilkington fylla þau skörð sem ekki urðu fyllt með Ijósmynd- um. Auk þess er í bókinni fjöldi skýringar- teikninga sem unnar voru af Sigurði Vali Sigurðssyni. Leitast hefur verið við að sýna suntar tegundanna í mismunandi bún- ingum, sumar- og vetrarbúningi, ungfugls- og fullorðinsbúningi. í þeim efnum hefði verið ákjósanlegt að gera betur. Ekki leikur nokkur vafi á því að erfitt er að safna sarnan myndum til að fullnægja slíku markmiði. Þvf verður vart náð nenia með markvissri ljósmyndun en það er tímafrekt og krefst mikillar þekkingar á viðfangsefninu. Ég tel því að miðað við aðstæður hafi tekist nokkuð vel til við myndskreytingu bókarinnar. Eins og fyrr greinir kom bókin út í enskri þýðingu samtímis endurprentun íslensku útgáfunnar 1992. Ég fæ ekki betur séð en að vel hafi tekist til með þýðingu bókarinnar, að svo miklu leyti sem hægt er að tala um þýðingu, en í tegunda- lýsingunum er oft frjálslega farið með texta Þorsteins og í raun um hreina endur- ritun að ræða. Ég er sannfærður um að bók þessi sóm- ir sér vel í bókahillum og á náttborðum íslenskra fuglaskoðara. Fyrri prentunin er vandlega innbundin í harða kápu en sú síðari og enska útgáfan eru límdar í þunna kápu með hlífðarplasti og fara því mun betur í úlpuvasa! Til hamingju, Þorsteinn, og hafðu þakkir fyrir þetta og allt annað framlag þitt lil fuglafræðinnar hér á landi. Erling Olafsson 226
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.