Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 124

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 124
mundi Jónassyni. Fararstjórar voru Frey- steinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnar- son. Leiðsögumenn voru Sigurður Magnús- son gróðurfræðingur, Flaukur Tómasson jarðfræðingur og Skúli Víkingsson jarð- fræðingur. Gist var þrjár nætur á FJvera- völlum í tjöldum og í skálum FI. Ferða- félagið hafði góðfúslega látið taka frá rúm í skálunum fyrir þá þátttakcndur sem þess óskuðu. Veður var lengst af kyrrt og átaka- lítið, en sólarlítið, þokuþungt og vætusamt á köflum. Þátttakendur voru 70 talsins. Auk leiðarvísis fararstjóranna höfðu leiðsögu- menn tekið saman 8 bls. ágrip um náttúru- far og náttúrufurður á Kjalvegi. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavfk upp úr kl. 9 að morgni fimmtu- dags, 25. júlí. Var farið um Þingvöll að Geysi, en þar var gert stutt hádegishlé. Frá Geysi var farið að Gullfossi þar sem Haukur lýsti myridun gljúfursins og ummerkjum eftir hamfarahlaup. Þaðan var ekið inn að Grjótá og litið á jökulgarða, jökulsporða- landslag og uppgræðslu í leiðinni. Við Grjótá var áð og gengið í lognregni inn í Kórinn, sem er klettaþröngir, myndaðar í miklum vatnagangi í lok fsaldar. Haldið var þaðan áfram yfir Bláfellsháls og í Hvítár- nes. Þar var gert stutt hlé og litið á gróður og landmótun. Úr Hvítárnesi var ekið á Hveravelli og litið á leiðinni á strandlínur eftir forn jökullón á Kili. Komið var um kl. 19.30 á Hveravelli. Á föstudagsmorgun, 26. júlí, var lagt upp um kl. 10 og stefnt inn f Kerlingarfjöll. Fyrst var áð við Gýgjarfoss í Jökulfalli, skoðaðar jarðmyndanir og rakin myndun fossgilsins, en þaðan var haldið beint að skíða- búðunum í Ásgarði. Þá var dumbungsvæta og ófýsilegt að setjast til snæðings í grasið. Valdimar Örnólfsson, skfðaútgerðarmaður og staðarhaldari, bjargaði því við og bauð þátttakendum afnot af matsal búðanna, sem var þegið með þökkum. Eftir þessa hádegis- hressingu var ekið upp á Þröskuld og gengið inn eftir eða meðfram gili Ásgarðsár, svo langt sent hver vildi. Ötulasti hópurinn gekk undir leiðsögn Sigurðar inn í Hveradal, en það reyndist hátt í þriggja tíma ganga. Frá Asgarði var farið um kl. 16 en kaffihlé var gert í leitarmannaskálanum í Efra-Bugi. Stansað var einnig við Svartárbotna og á Dúfunesskeiði og greint frá jarðmyndun, landmótun og lífsbaráttu gróðursins við öræfamörkin, einkum melagróðursins. Á Hveravelli var komið laust fyrir kl. 20. Laugardag, 27. júlí, var lagt upp um kl. 10 og stefnt norður á heiðar. Veður var þung- búið þennan dag en þó hægt, skúrir annað veifið og blantt á en undir kvöld glaðnaði heldur til. Hjá gróðurrannsóknareitunum við Blöndustíflu tók Ingvi Þorsteinsson gróður- farsfræðingur á móti hópnum og skýrði frá árangri gróðurræktartilraunanna. Ein ntegin- niðurstaða þeirra var sú að náttúran er máttugri en maðurinn, þó að hann geti veitt henni afgerandi hjálp þegar vel hagar til. Þaðan var ekið að Blöndubúðum, en staðarformenn Landsvirkjunar, Sveinn Þor- grímsson og Matthías Loftsson, sáu til þess að heimila afnot af matsal búðanna fyrir hádegishlé, sem vel var þegið og þakkað. I Blöndubúðum var snúið aftur, en á baka- leiðinni var áð á Áfangafelli og horft yfir heiðar og uppistöðulón. Um kl. 17 var staldrað við til tveggja tíma í Kúluflá austan undir Sandkúlufelli, þar sent rústaform og hálendismýragróður voru skoðuð. Komið var um kl. 19.30 á Hveravelli. Efnt var til veðurspárkeppni á föstudagskvöld um veður laugardagsins og keppni í plöntu- greiningu á laugardalskvöldið. Úrslit voru kynnt og verðlaun afhent á sunnudags- morgun. Frá Hveravöllum var haldið upp úr kl. 11 á sunnudagsmorgun, 28. júlí, og stefnt til Reykjavfkur. Hádegishlé var gert á gróður- torfunum vestan við Hvítárbrú. Þar var síðan skift liði. Gekk hluti hópsins með leiðsögumönnunum suður fyrir Bláfell og niður í Fremstaver til móts við bflana. Var það fjögurra tíma gangur, en á leiðinni var einkum hugað að ummerkjum eftir jökul- hlaup og farvegum hamfarahlaupa. Bíla- fararnir skoðuðu farvegi á Bláfellshálsi, malarása vestan í honum og gróður í Fremstaveri. Þaðan var farið um kl. 19 en stansað var hjá Brunnalækjum neðan Grjót- ár og skoðaðar leifar eftir fornar kolagrafir. Áð var svo stutt við Geysi en til Reykja- víkur var komið um kl. 22.30. Farin var ferð á Hekluslóðir 17. og 18. ágúst í samvinnu við Jarðfræðafélag Is- lands. Leiðbeinendur voru jarðfræðingarnir 234
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.