Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 14
1. mynd. Toppskaði, Cyanocitta cristata, norður-amerískur fugl, ælir kóngafiðrildi sem
á lirfustigi hefur nærst á eitruðum plöntum. Fuglinn sneiðir eftir það hjá fiðrildum sömu
tegundar (Welty & Baptista ] 988).
HERMING
Varasöm, eitruð eða óæt skordýr
auglýsa sig mörg með áberandi litum.
Dýr sem geitungur eða býfluga hefur
stungið sneiðir hjá slíkum kvikindum
og flestir menn taka í þessu efni mark
á reynslu annarra. Toppskaði sem
gleypir kóngafiðrildi, Danaus plexipp-
us, er á lirfustigi hefur lifað á svölu-
rótum (plöntum af ættinni Asclepi-
adaceae), spýr þegar bráð sinni. í
plöntunum eru efni, eitruð fuglinum,
sem sneiðir eftir það hjá öllum fiðr-
ildum sömu tegundar, einnig þeim sem
ekki létu í sig svölurót og eru ágætlega
æt fuglum.
Hér er komið að því sem kallað hef-
ur verið henning. Kóngafiðrildi sem
lifað hafa í æsku á svölurót fæla fugla
frá því að hremma æt fiðrildi sömu
tegundar. Algengara er þó að herm-
ingin taki til tveggja eða fleiri tegunda.
Vitnum aftur í Darwin, að þessu sinni
í Uppruna tegundanna, 14. kafla:
„Um það eru forvitnileg dœmi að
tegundir sem mjög líkjast að ytra útliti
hafi ekki aðlagast áþekkum lífsháttum
heldur sé um vernd að rœða. Hér á ég
við það...þegar ákveðin fiðrildi líkja
eftir öðrum tegundum, eins og Bates
greindi fyrstur frá.
Henry Walter Bates, samtímamaður
og landi Darwins, var náttúrufræðingur
er varði miklum hluta starfsævi sinnar
í Suður-Ameríku. Hann veitti því
athygli að fiðrildi í Brasilíu af tveimur
lítt skyldum ættum höfðu mjög áþekkt
og áberandi litmynstur. í ljós kom að í
annarri ættinni eru bragðvond og óæt
fiðrildi sem luglar og aðrir fjendur
forðast að fenginni reynslu. Hin
fiðrildin eru vel æt en njóta verndar af
útlitinu.
Þetta fyrirbæri, þegar meinlaust eða
ætt kvikindi líkir eftir skaðlegu eða
óætu, kallast batesherming.
Bates veitti líka athygli annars konar
hermingu, þar sem margar gerðir óætra
1 Hér er vitnað í lokaútgáfu ritsins. f
frumútgáfunni, sem út kom 1859, er ekki
minnst á Bates, enda mun hann ekki hafa
birt athuganir sínar á hermingu meðal
fiðrilda fyrr en eftir 1860.