Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 79

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 79
Ólafur Arnalds Leir í íslenskum jarðvegi INNGANGUR Jarðvegur er sú auðlind sem brauð- fæðir flesta jarðarbúa. Hann hylur nær allt yfirborð lands, bæði þar sem gróður dafnar og yfirborð eyðimarka og heimskautasvæða. Á ísiandi er jarðvegur margvíslegur að gerð, allt frá brúnni mold á grónu landi til örfoka yfirborðs á auðnum landsins. Jarðvegur er ofinn úr mörgum þátt- um: bergefnum, h'fverum, dauðu og rotnandi lífrænu efni, vatni með upp- leystum efnum og gastegundum. Hann breytist í tímans rás, því margvíslegar efnabreytingar verða þegar efni losna frá rolnandi lífverum og við veðrun á föstum bergefnum. Við það myndast ný bergefni og efnaflutningur á sér stað innan jarðvegsins og jafnvel út úr honum. Nýmynduð bergefni í jarðvegi eru alla jafna örsmá og kallast þá leir- steindir. Segja má að leiragnir og líf- rænar agnir í jarðveginum séu undir- stöður vistkerfa á landi, því þessar agnir miðla vatni og næringarefnum til plantna. Leir sem myndast þar sem gjóska er í jarðvegi er á margan hátt sérstæður, eins og síðar verður vikið að. Slíkur leir hefur aðra eiginleika en leirinn sem finnst í þeim löndum þar sem ís- lenskir náttúrufræðingar þekkja best til utan íslands. Mjög erfitt er að greina leir í slíkum jarðvegi og það er ekki fyrr en á síðustu árum sem sæmilega greinargóð mynd hefur fengist af eðli og eiginleikum leirs senr myndast við veðrun á gjósku. Algengasta leir- steindin í eldfjallajarðvegi heitir allófan. Það er útbreiddur misskilningur að í íslenskum jarðvegi sé því sem næst ekkert af leir og efnaveðrunar gæti lítið. Þessu er alls ekki þannig varið. Nokkrar steindir sem einkenna eld- fjallajarðveg eru mjög algengar á fs- landi. Leir mótar eðli jarðvegs á afgerandi hált og því er tímabært að gera nokkra grein fyrir þeirn leir sem einkennir íslenskan jarðveg. STEINDIR Grunneiningar alls bergs á jörðinni nefnast steindir. Þorleifur Einarsson (1985) gaf eftirfarandi skilgreiningu á steindum: „Steind er kristallað frum- efni eða efnasamband sem finnst sjálf- stætt í náttúrunnar ríki.“ Steindir geta verið myndaðar af einu frumefni, eins og t.d. gull, en algengustu steindirnar eru myndaðar af efnasamböndum, t.d. kísli, áli og súrefni. Algengar steindir í íslensku bergi eru t.d. plagíóklas, ólivín, pýroxen og kvars. Steindum er skipt í nokkra undir- hópa. Þær steindir sem finnast í storku- bergi eru nefndar frumsteindir (enska: primary minerals). Basaltið íslenska er gott dæmi um storkuberg. Við veðrun Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 73-85, 1993. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.