Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 79
Ólafur Arnalds
Leir í íslenskum jarðvegi
INNGANGUR
Jarðvegur er sú auðlind sem brauð-
fæðir flesta jarðarbúa. Hann hylur nær
allt yfirborð lands, bæði þar sem
gróður dafnar og yfirborð eyðimarka
og heimskautasvæða. Á ísiandi er
jarðvegur margvíslegur að gerð, allt
frá brúnni mold á grónu landi til örfoka
yfirborðs á auðnum landsins.
Jarðvegur er ofinn úr mörgum þátt-
um: bergefnum, h'fverum, dauðu og
rotnandi lífrænu efni, vatni með upp-
leystum efnum og gastegundum. Hann
breytist í tímans rás, því margvíslegar
efnabreytingar verða þegar efni losna
frá rolnandi lífverum og við veðrun á
föstum bergefnum. Við það myndast
ný bergefni og efnaflutningur á sér
stað innan jarðvegsins og jafnvel út úr
honum. Nýmynduð bergefni í jarðvegi
eru alla jafna örsmá og kallast þá leir-
steindir. Segja má að leiragnir og líf-
rænar agnir í jarðveginum séu undir-
stöður vistkerfa á landi, því þessar
agnir miðla vatni og næringarefnum til
plantna.
Leir sem myndast þar sem gjóska er
í jarðvegi er á margan hátt sérstæður,
eins og síðar verður vikið að. Slíkur
leir hefur aðra eiginleika en leirinn
sem finnst í þeim löndum þar sem ís-
lenskir náttúrufræðingar þekkja best til
utan íslands. Mjög erfitt er að greina
leir í slíkum jarðvegi og það er ekki
fyrr en á síðustu árum sem sæmilega
greinargóð mynd hefur fengist af eðli
og eiginleikum leirs senr myndast við
veðrun á gjósku. Algengasta leir-
steindin í eldfjallajarðvegi heitir
allófan.
Það er útbreiddur misskilningur að í
íslenskum jarðvegi sé því sem næst
ekkert af leir og efnaveðrunar gæti
lítið. Þessu er alls ekki þannig varið.
Nokkrar steindir sem einkenna eld-
fjallajarðveg eru mjög algengar á fs-
landi.
Leir mótar eðli jarðvegs á afgerandi
hált og því er tímabært að gera nokkra
grein fyrir þeirn leir sem einkennir
íslenskan jarðveg.
STEINDIR
Grunneiningar alls bergs á jörðinni
nefnast steindir. Þorleifur Einarsson
(1985) gaf eftirfarandi skilgreiningu á
steindum: „Steind er kristallað frum-
efni eða efnasamband sem finnst sjálf-
stætt í náttúrunnar ríki.“ Steindir geta
verið myndaðar af einu frumefni, eins
og t.d. gull, en algengustu steindirnar
eru myndaðar af efnasamböndum, t.d.
kísli, áli og súrefni. Algengar steindir í
íslensku bergi eru t.d. plagíóklas,
ólivín, pýroxen og kvars.
Steindum er skipt í nokkra undir-
hópa. Þær steindir sem finnast í storku-
bergi eru nefndar frumsteindir (enska:
primary minerals). Basaltið íslenska er
gott dæmi um storkuberg. Við veðrun
Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 73-85, 1993. 73