Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 46
1. mynd. Snið af jörðinni sem útskýrir flekahreyfingar og eldvirkni. Undir útliafs- hryggjum streymir upp efni í seigfljótandi flothvolfinu og síðan út til hliðanna undir stinnu stinnhvolfinu. Við þetta efnisstreymi í möttlinum færast flekar stinnhvolfsins hvor frá öðrum um hrygginn, en um leið myndast nýtt jarðskorpuefni við uppstreymi kviku. Hún myndar ýmist innskot í jarðskorpunni eða gosefni á yfirborði. Þar sem láréttir straumar í flothvolfi mætast verður niðurstreymi og flekar stinnhvolfsins kýtast saman. Við það þykkna flekarnir og leggjast í fellingar, fellingafjöll myndast. Ef annar flekinn rennur undir hinn myndast djúpsjávarrenna. Jarðskorpuefnið sem dregst niður hitnar og getur náð að bráðna að hluta, sérstaklega nálægt flekamótunum þar sem núningur á sér stað. Við það myndast kvika sem leiðir til myndunar stórra innskota undir fellinga- fjöllum og eldvirkni. segja þannig að gögn um eðli þeirra jarðhitasvæða sem Hitaveita Reykja- víkur hefur nýtt í meira en 20 ár eru það ófullkomin að talsvert skortir á að skilningur á vinnslueiginleikum þeirra geti talist fullnægjandi eða að unnt sé að segja fyrir um endingartíma þeirra. I síðasta kaflanum verða nýtingu jarðhita á Islandi gerð örlítil skil enda jarðhitinn ein helsta náttúruauðlind okkar. Nýting jarðhitans hefur haft veruleg áhrif á búsetu í landinu. HITI OG VARMAMYNDUN í IÐRUM JARÐAR Mælingar á hraða jarðskjálftabylgna hafa lcitt í ljós að jörðin er lagskipt. Yst er jarðskorpa, 20-70 km þykk undir meginlöndunum en 5-7 km undir úthöfunum. Undir jarðskorpunni er möttull en innst kjarni, að mestu gerð- ur úr járni. Jarðskorpan og efsti hluti möttulsins nefnist stinnhvolf og skiptist í fleka sem eru tiltölulega stinnir og á hreyfingu innbyrðis, líkt og ísflögur í straumvatni, vegna hægra iðustrauma í undirliggjandi, seigfljótandi möttli, svonefndu flothvolfi (1. mynd). Sums staðar færast flekarnir í sundur. Þar er uppstreymi í möttlinum. Annars staðar kýtast þeir saman. Þar er niðurstreymi í ilolhvolfinu. Ný jarðskorpa myndast í sífellu þar sem flekar færast hvor frá öðrum, úr kviku sem kemur úr möttl- inum. Þar sem flekar kýtast saman getur einnig myndast kvika við það að jarðskorpuefni dregst niður í möttulinn og hitnar við það nægilega mikið til að bráðna, a.m.k. að hlula. Hluti þeirrar kviku sem myndast í möttlinum eða 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.