Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 100
Síbiríu til Kyrrahafs. Hann er þó strjáll
varpfugl í Svíþjóð og Finnlandi. Dverg-
tittlingur er farfugl en vetrarstöðvar hans
ná frá Túrkestan til SA-Asíu og Kína.
Hann er árviss flækingur á Bretlands-
eyjum en þar sjást allt að nokkrir tugir
fugla á ári. Til og með 1991 höfðu sést þar
550 fuglar (Rogers o.fl. 1992). Hann er
algengastur á haustin, frá byrjun septem-
ber og fram eftir nóvember. Stöku fuglar
hafa sést að vetrarlagi og allnokkrir í
apríl/maí (Dymond o.fl. 1989). Eins og
svo margir aðrir llækingsfuglar hafa
langflestir dvergtittlinganna sést á Hjalt-
landi. Það er því illskiljanlegt að dverg-
tittlingar skuli ekki vera mun tíðari á
íslandi og í Færeyjum en raun ber vitni. í
Færeyjum hefur aðeins sést einn
dvergtittlingur, 10. október 1982 (Bloch
og Sprensen 1984), og þrír á Islandi tii
ársloka 1990.
1. Hcimaey (Brimhólar), Vestm, 14. nóvember
1965 (RM5327). Friðrik Jesson.
2. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 30. október 1980
(RM7062). Gunnlaugur Pétursson og Kristinn
Haukur Skarphéðinsson (1982).
3. Reynivellir í Suðursveit, A-Skaft, 8. maí 1988
(RM9629). Gunnlaugur Pétursson o.fl. (1991).
Tveir þessara fugla sáust síðla hausts
eða töluvert eftir hámark á Bretlands-
eyjum en sá þriðji að vorlagi.
Hrístittlingur (Emberíza rustica)
Hrístittlingur (6. mynd) verpur í norðan-
verðri Svíþjóð, Finnlandi og austur um
Síbiríu til Kamtsjatka. Hann er farfugl
sem á vetrarstöðvar frá Túrkestan austur
til Mansjúríu og A-Kína. Nokkrir fuglar
sjást árlega á Bretlandseyjum en til og
með 1991 höfðu sést þar alls 244 fuglar
(Rogers o.fl. 1992). Þar hafa þeir sést á
vorin á tímabilinu frá lokum mars til júní
(einkum í maí) en nokkru fleiri á haustin,
frá lokurn ágúst til fyrstu daga nóvember
(Dymond o.fl. 1989). Langflestir hafa sést
á Hjaltlandi. Tegundin hefur enn ekki
fundist í Færeyjum og aðeins þrír fuglar á
Islandi.
1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 28. maí 1966
(karlf. ad RM5328). Hálfdán Björnsson.
2. Kvísker f Öræfum, A-Skaft, 2.-3. október 1976
(karlf.? RM6458). Hálfdán Björnsson.
3. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 28.-29. október
1991 (RM10713). Gunnlaugur Pétursson o.fl.
(1993).
Einn fuglanna er vorfugl, fullorðinn
karlfugl frá lokum maí, en hinir sáust í
október.
5. mynd. Dvergtittlingur
Emberiza pusilla. Ljósm.
plioto R. Chittenden/Rare
Bird Photographic Library.
94