Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 39
UMRÆÐA Dreifing rjúpna á veturna og vorin Arnþór Garðarsson (1971) hefur lýst ferðalögum og búsvæðavali rjúpunnar á veturna allítarlega og þær upplýs- ingar eru lagðar hér til grundvallar. Rjúpurnar yfirgefa varpstöðvarnar í ágúst-september og sækja til fjalla, sumar verða þó eftir í kjarrlendi og hraunum. Þessi búsvæðaskipti verða innansveitar eða í kjölfar langferða innanlands. Athuganir á kynja- og aldurshlutföllum í rjúpnaveiðinni hafa sýnt að rjúpur sækja frá Norðaustur- horninu á haustin og vetrarstöðvar þessara fugla eru líklega í hálendis- brúninni bæði austanlands og vestan. Það virðast einkum vera kvenfuglar og ungir karlfuglar sem taka þátt í þessum langferðum (Arnþór Garðars- son 1971). Athuganir á kynjahlutföll- um rjúpna í Þingeyjarsýslum á veiði- tíma árin 1966, 1983 og 1984 gáfu 69-71% karra (Arnþór Garðarsson 1971, Ólafur K. Nielsen 1986). Ekki er vitað nákvæmlega hvenær fuglarnir leggja í þessar langferðir en Arnþór taldi að það væri á sama tíma og þeir færu úr sumarhögunum. Samkvæmt þessu er ljóst að nokkuð stór hluti stofnsins yfirgefur Norðausturland á haustin. Vetrarsnjór hrekur rjúpurnar úr fjöll- unum í desember og þær safnast í kjarrlendi eða á staði þar sem snjó festir ekki. Ég fór aldrei á fjöll á ferðum mínum og hef því engar upp- lýsingar um hvað var þar af rjúpu í desember til apríl en flestir þeir fuglar sem ég sá yfir veturinn voru í kjarr- lendi. Þingeysku lyngheiðarnar eru því nær rjúpnalausar frá hausti og fram á vor ef undan eru skildir fáeinir fuglar, líklega helst karrar (Arnþór Garðars- son 1971) sem dvelja um kyrrt allan veturinn. Rjúpurnar sækja aftur til l'jalla síðla vetrar strax og skilyrði leyfa (Arnþór Garðarsson 1971). í samræmi við það sá ég hlutfallslega flestar rjúpur um veturinn í janúar en síðan fækkaði þeim í febrúar og mars. Ekki er vitað hvenær farfuglarnir koma aftur til Norðausturlands. Ljóst er þó að rjúpur byrja að sækja út á heiðarnar snemma í apríl. Athuganir í Hrísey vorið 1967 sýndu að 6-7 karrar voru mættir á athuganasvæðið fyrstu dagana í apríl og afgangurinn (um 15 karrar) kom 6. apríl (Arnþór Garðarsson 1971). Óðalsskipanin var komin í fastar skorður um 23. apríl það vor. Engir karrar voru mættir í Hofstaðaheiði 20. apríl 1984 og 14. apríl 1985 og almennt settust karrar ekki upp í heiðunum fyrr en á tíma- bilinu 22.-28. apríl þessi tvö ár. Rjúpur sáust þó í þingeysku heiðunum í fyrri hluta apríl 1984 og 1985, eins og fyrr er sagt, en þær höfðu ekki dreift sér á óðul eða gerðu það aðeins tíma- bundið. Vel þekkt er að vorhret tefja fyrir óðalsatferli eða valda því að karrarnir fara af óðulum og hópa sig (Arnþór Garðarsson 1971, Poole 1987). Karrarnir eru mjög samtaka þegar þeir setjast upp og þetta virðist gerast í einu vetfangi, samanber athug- anir frá Hrísey 1967 og Hofstaðaheiði 1984. Upphaf óðalsatferlis rjúpu og varptími fálka Fullorðnir fálkar á Norðausturlandi dvelja allan veturinn á óðali sínu (Ólal'ur K. Nielsen og Tom J. Cade 1990a). Varptíminn byrjar í fyrstu viku apríl; meðal- og miðgildi fyrir 241 til- vik 1981-92 var 19. og 18. apríl (3. rnynd). Sjálfur undirbúningurinn hefst nokkru áður með því að kvenfuglinn hættir að veiða og sest að við hreiðurklettinn og karlfuglinn færir honunt æti (Platt 1977, Jenkins 1978, Bente 1981). Athuganir á fæðuleifum 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.