Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 50
myndast meiri gufa og verður rúmmál hennar að lokum miklu meira en vatns- ins. Gufan skilar sér til yfirborðs og það getur vatnið gert líka, en stundum rennur það frá jarðhitasvæðinu neðan- jarðar sem heitt, soðið grunnvatn. FLOKKUN JARÐHITASVÆÐA OG ÚTLITSEINKENNI Laugar, vatnshverir og gufuhverir finnast víða á Islandi. A sumum svæð- um eru eingöngu laugar eða vatnshver- ir en á öðrum eru gufuhverir ríkjandi. Af þessum sökum hefur verið talað um vatnshvera- og gufuhverasvæði. Gunn- ar Böðvarsson (1961) skipti jarðhita- svæðum á Islandi í háhita- og lághita- svæði. Að baki þeirri skiptingu liggur aðallega tvennt. Annars vegar lega svæðanna og jarðfræðileg einkenni þeirra og hins vegar nýtingarmöguleik- ar. Um jarðfræðileg einkenni verður fjallað í næstu tveimur köflum. Vatn af lághitasvæðum nýtist einkum til upp- hitunar en með borunum í háhitasvæði má vinna gufu til raforkuframleiðslu og ýmissa iðnaðarnota auk upphitunar. A grundvelli hitamælinga í borholum ályktaði Gunnar Böðvarsson (1961) að hiti í lághitasvæðum væri undir 150°C en yfir 200°C í háhitasvæðunum. I Ijósi gagna sem aflað hefur verið með frekari borunum hefur orðið að endur- skoða niðurstöðu Gunnars um hita- ástand í þessum tveimur flokkum jarð- hitasvæða. Nú er talið að í efstu 1000 m lághitasvæða sé hiti undir u.þ.b. 150°C en yfir 200°C ofan 1000 m í háhitasvæðum (Ingvar Birgir Friðleifs- son 1979). Jarðhitaummerki á háhita- og lág- hitasvæðum eru mjög frábrugðin í ýmsu tilliti. A háhitasvæðum eru gufu- hverir og leirskellur með leirhverum áberandi (5. mynd). Gufunni fylgja ýmsar lofttegundir, aðallega kolsýra, brennisteinsvetni og vetni. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brenni- steinsvetninu. Þessi lofttegund hefur lilhneigingu til þess að hvarfasl við súrefni andrúmsloftsins. Ofullkomin oxun leiðir til útfellingar brennisteins, sem myndar oft fallega gula kristalla við útstreymisopin. Við fullkomna oxun verður lil brennisteinssýra. Þær steindir sem jarðvegur og berg er aðal- lega gert úr leysast auðveldlega upp í brennisteinssúru vatni og skolast flest efnin í burtu en nokkur sitja eftir og bindast í nýjum steindum sem þola hið súra vatn. Þessi efni eru aðallega kísill, ál og títan, en steindirnar sem þau mynda eru ópal og anatas og leirsteind- ir eins og montmórillonít og kaólínít. Auk þess myndast ýmsar aðrar sleindir, eins og brcnnisteinskís, gifs og brenni- steinn. Þar sem gufa streymir upp í lækjum eða pollum hitar hún yfirborðs- vatnið. Súrt, gufuhitað yfirborðsvatn myndast. Leirskellurnar sem einkenna svo mjög háhitasvæðin eru nánast yfir- borðsskán. Leirinn nær stundum aðeins 2-3 skóflustungur niður, í mesta lagi nokkra metra, enda ræðst leirmyndunin af brennisteinssúru vatni sem myndast í yfirborðinu fyrir áhrif efnahvarfa milli brennisteinsvetnis í jarðgufunni og súrefnis andrúmsloftsins. A nokkrum háhitasvæðum eru vatns- hverir með tæru, basísku vatni áber- andi, en leirmyndun tiltölulega lítil. Þannig er þessu háttað við Geysi í Haukadal, á Hveravöllum á Kili og í Hveragerði. A þessum svæðum er hverahrúður áberandi umhverfis hverina (6. mynd). Það myndast þegar kísill fellur út úr heita vatninu, þegar það kólnar og kemst í snertingu við andrúmsloftið. Áður en kísillinn fellur út binst hann oft í tiltölulega stórar agnir í vatninu, fjölliðast eins og það er kallað. Agnir af fjölliðuðum kísli drekka í sig rauðu geislana úr sólar- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.