Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 38
2. mynd. Ropkarri. Territorial cock Rock Ptarmigan. Tjörnes, maí 1987. Ljósm. photo
Olafur Einarsson.
Vorið 1985 varð ég var við fyrstu
ropkarrana á Tjörnesi 12. apríl og sá þá
15 karra í móunum við Hól. Tveimur
dögum áður höfðu fyrstu ropkarrarnir
sést við Hraun í Aðaldal (Hólmgrímur
Kjartansson) og sama dag var Arni
Gíslason á sleða í Mývatnsheiði og ók
fram á 15 fugla hóp, fyrstu rjúpurnar
sem hann sá í heiðinni það vorið. Ég
svipaðist um eftir rjúpum í heiðunum
til 16. apríl, fór meðal annars um
Mývatnsheiði, Búrfellshraun, Kasl-
hvammsheiði, Fljótsheiði og Reykja-
hverfi. Einnig leitaði ég að rjúpum á
talningasvæðinu í Hofstaðaheiði 14.
apríl. Ég sá engan f'ugl í Hofstaða-
heiði en 5 fugla annars staðar, þó
enga sem virtust á óðulum. Hinn 24.
apríl kom ég frá Akureyri og þá voru
karrar sestir upp í heiðunum. Talið
var þann 25. í Hofstaðaheiði og fundust
lókarrarog tveir kvenfuglar á talninga-
svæðinu. I vortalningu 22. maí voru
þar 42 karrar. Það var greinilegt vorið
1985 að rjúpur voru byrjaðar að sækja
inn á heiðarnar strax í fyrri hluta apríl,
eins og athuganir frá Mývatnsheiði,
Aðaldal og Tjörnesi bera með sér.
Karrarnir settust svo upp á tímabilinu
16.-24. apríl og líklega þó nær 25.
miðað við hve fáir fuglar sáust þann
dag í talningu í Hofstaðaheiði.
Frá 1985 hef ég ekki dvalið á Norð-
austurlandi í síðari hluta apríl, en þó
hef ég fengið nokkrar upplýsingar frá
heimamönnum um hvenær karrar hafa
sest upp. Vorið 1987 sáust fyrstu rop-
karrarnir 22. apríl í Ljósavatnsskarði
og 25. apríl árið eftir (Sverrir Thor-
stensen). Vorið 1990 sáust fyrstu rop-
karrarnir í Mývatnsheiði 20. apríl
(Arni Gíslason). Árni sá fystu ropkarr-
ana í Mývatnsheiðinni 23. apríl 1991
en í Aðaldal höfðu þeir sést deginum
áður, eða þann 22. (Hólmgrímur
Kjartansson).
32