Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 60
arar og er aflþörf í kuldaköstum um 50
MW. Sundlaugar í landinu eru nálægt
100. Jarðgufa er notuð til að þurrka
kísileðju úr Mývatni í tengslum við
kísilgúrframleiðslu Kísiliðjunnar. Heitt
vatn er notað til að þurrka þara í Þör-
ungaverksmiðjunni á Reykhólum og
þar til á síðasta ári til ullarþvotta í
Hveragerði. Þessi notkun jarðhita til
iðnaðar þarf afl sem nemur um 25
MW.
Matarsall er unnið úr heitum jarðsjó
úr borholu á Reykjanesi yst á Reykja-
nesskaga. Þá er kolsýra unnin úr gufu
úr þessari sömu holu á Reykjanesi og
einnig úr borholu að Hæðarenda í
Grímsnesi. Kolsýrufrantleiðslan úr
þessum tveim holum mun fullnægja að
mestu þörf markaðarins hér á landi.
Á síðasta áratug jókst notkun á volgu
vatni til fiskeldis geysilega. Árleg
vatnsnotkun er 4000-5000 lílrar á
sekúndu (Freysteinn Sigurðsson og
Kristinn Einarsson 1988). Ljóst virðist
að margir hafa ráðist í fiskeldi af meira
kappi en l'orsjá og útkoman orðið tap
en ekki ágóði. Engu að síður verður að
telja volga vatnið (10-20°C) verðmæta
auðlind til fiskeldis.
Nýting jarðhita á Islandi undanfarin
50 ár hefur hal’t mikil áhrif á byggða-
þróun í landinu og koma þar bæði til
áhrif ráðamanna og frumkvæði ein-
staklinga. Víða hafa byggst upp þétt-
býliskjarnar og þorp á jarðhitastöðum.
Hveragerði er klassískt dæmi. Þar reis
fyrsta gróðurhúsið 1930. Þá var engin
byggð á svæðinu, aðeins eitl býli,
Ölfus. Önnur dæmi um þróun þétlbýlis
á jarðhitastöðum eru Kleppjárnsreykir í
Reykholtsdal og Flúðir og Laugarás í
Árnessýslu. Margir héraðsskólar voru
reistir á jarðhitastöðum á sínum tíma
og hafa sums staðar byggst upp þorp í
kjölfarið, eins og að Laugarvatni í Ár-
nessýslu og Hrafnagili í Eyjafirði svo
dæmi séu nefnd.
ÞAKKARORÐ
Höfundur vill þakka Andra Stefánssyni
fyrir gerð mynda, þeim Sigmundi Einars-
syni og Ólafi G. Flóvenz fyrir yfirlestur
handrits og góðar ábendingar og Frey
Þórarinssyni fyrir að láta í té mynd af
þyngdarkorti af Islandi.
HEIMILDIR
Axel Björnsson, Guðni Axelsson & Ólafur
G. Flóvenz 1990. Uppruni hvera og
lauga á Islandi. Náttúrufrœðingurinn 60.
15-38.
Bragi Árnason 1976. Groundwater systems
in lceland traced by deuterium. Vísinda-
félag íslendinga, Rit 42. 236 bls.
Freysteinn Sigurðsson & Helgi Torfason
1989. Mineral deposits of Europe. 4/5
bindi. Southwest and Eastern Europe
with Iceland. The Institution of Mining
and Metallurgy. The Mineralogicul So-
ciety of London. Bls. 421-431.
Freysteinn Sigurðsson & Kristinn Einars-
son 1988. Groundwater resources in Ice-
land - demand and availability. Jökull
38. 35-54.
Gunnar Böðvarsson 1961. Physical char-
acteristics of natural heat resources in
Iceland. Jökull 11. 29-38.
Gunnar Böðvarsson 1982. Glaciation and
geotherntal processes in Iceland. Jökull
32. 21-28.
Gunnar Böðvarsson 1983. Temperature/
flow statistics and thermo-mechanisms
of low-temperature geothermal systems
in Iceland. Journal of Volcanology and
Geothermal Research 19. 255-280.
Ingvar Birgir Friðleifsson 1979. Geother-
mal activity in Iceland. Jökull 29. 47-56.
Kristján Sæmundsson & Ingvar Birgir
Friðleifsson 1980. Jarðhiti og jarðfræði-
rannsóknir. Náttúrufrœðingurinn 50.
157-188.
Lúðvík Georgsson, Haukur Jóhannesson,
Einar Gunnlaugsson & Guðmundur I.
Haraldsson 1984. Geothermal explora-
tion of the Reykholt thermal system in
Borgarfjördur, West-Iceland. Jökull 34.
105-116.
Ólafur G. Flóvenz, Sigmundur Einarsson,
Ásgrímur Guðmundsson, Þorsteinn
Thorsteinsson & Hrefna Kristmanns-
dóttir I984a. Jarðhitarannsóknir á Gler-
54