Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 22
1. mynd. a) Einfölduð skýringarmynd af núverandi segulsviði jarðar (Leó Kristjánsson 1985). NP og SP: norður- og suðursnúningspólar jarðar. S: jarðsegulskaut á norðurhveli jarðar (kraftlínur segulsviðs stefna niður, inn). N: jarðsegulskaut á suðurhveli jarðar (kraftlínur segulsviðs stefna út, upp). b) og c) Halli segulnálar á yfirborði jarðar við „rétt“ og „öfugt“ segultímabil. 5 milljón ár. Þessar rannsóknir munti að öllum líkindum leiða af sér nákvæmt tímatal sem jarðsögulegar breytingar á íslandi síðustu 15 milljón ár verða miðaðar við. SEGULSVIÐ JARÐAR OG SEGULSKIPTI Jörðin myndar um sig segulsvið með skaut nálægt norður- og suðurpól, svonefnd jarðsegulskaut. Þótt segul- skautin hreyfist þykir sýnt að þau hafi ávallt haldið sig nálægt núverandi norður- og suðurpólum jarðar (snún- ingspólunum). Nyrðra jarðsegul- skautið er á Norðvestur-Grænlandi (78°30’N, 70°V) en það syðra á Suð- urskautslandinu (78°30’S, 110°A). Ás- um segulsviðsins hallar því um 11,5° frá snúningsásum jarðar (sjá 1. mynd a). Kringum nyrðra jarðsegulskautið stefna kraftlínur segulsviðsins norður og niður (inn) en norður og upp (út) við syðra jarðsegulskautið. Til skýr- ingar á eiginleikum segulsviðs má hugsa sér einfalda segulnál um borð í skipi sem siglir um heimshöfin. Hall- inn er mestur nálægt jarðsegulskautun- um en nær láréttu í 90° fjarlægð, þ.e. við segulmiðbaug sem er ekki allfjarri miðbaugi jarðar. Við segulmiðbaug er styrkleiki segulsviðsins minnstur en um tvöfalt meiri við jarðsegulskautin, þar sem hann er mestur. Það hefur oft gerst í sögu jarðar að styrkleiki segulsviðsins hefur minnkað og kraftlínur þess síðan snúist við. Þetta ferli nefnist segulskipti og eru ástæður þess lítt kunnar. Með segul- skiptum er átt við að í stað þess að kraftlínur stefni út (upp) frá suður- segulskauti og niður í norðursegul- skaut hafi þessu í fyrndinni oft verið öfugt háttað (1. mynd b og c). Talað er um að nú sé segulsvið jarðar rétt en að fyrir síðustu segulskipti hafi það verið öfugt. Segulskipti taka um 5000 ár, sem er örstuttur tími á kvarða jarðsögunnar. Talið er að segulsviðið hafi síðast snúist fyrir um 30.000 árum (Peirce og Clark 1978). Segulskipti hafa reynst afar mikilvæg til aldurs- ákvörðunar á bergi og eru megin- forsenda segultímatals. 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.