Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 64
fræið spírar. Því má segja að dreifing í tíma sé síður tilviljunum háð. Fræ eru sá hluti plöntunnar sem helst lifir af óhagstæð tímabil og þau geta haldið lífsþrótti sínum ótrúlega lengi, sum í að minnsta kosti nokkur hundruð ár - einstaka fræ jafnvel miklu lengur. Sumar plöntur mynda ógrynni fræja; hjá stórum og langlífum trjám getur heildarfjöldinn skipt milljörðum og jafnvel litlar jurtir, t.d. sum brönugrös, geta myndað milljón fræ á einu sumri. Mikið af þessum fræjum grefst í fræ- forða jarðvegs þar sem þau mynda banka erfðaefnis og varaforða sem leggur til nýjan gróður, komi eitthvað fyrir þann sem fyrir var. Fræ eru mikilvæg plöntum; með þeim skila þær erfðaefni sínu til næstu kynslóðar. Fræ eru mikilvæg mann- inum; jarðarbúar fá meira en helming allra hitaeininga í mat úr fræjunr, eink- um hrísgrjónunt, hveiti og maís (Pro- bert 1992). Skilningur á vistfræði og lífeðlisfræði fræja er lykilatriði nú, þegar óðfluga er gengið á fjölbreytni náttúrunnar og sýnt að mörgum teg- undum plantna verður aðeins forðað frá útrýmingu með því að geyma þær sem fræ í fræbönkum. Fræ eru líka áhugaverður efniviður til skoðunar og af þeim má læra margt um þann marg- breytileika sem náttúran býr yfir, í smáu sem stóru. Verður nú fjallað um þroskun, bygg- ingu og þróun fræja. I annarri grein (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1993) verður rætt um ýmsar hliðar á vistfræði þeirra. FRÆPLÖNTUR Núlifandi plöntur með fræ eru flokk- aðar í eftirfarandi fimm fylkingar (Raven o.fl. 1992); köngulpálma (Cyc- adophyta), musteristré (Ginkgophyta), barrtré (Coniferophyta), fylkinguna Gnetophyta og að lokum blómplöntur eða dulfrævinga (Anthophyta). Lengi vel voru fyrstu fjórir flokkarnir allir settir saman í eina fylkingu sem ber- frævingar. Nýrri rannsóknir benda hins vegar til að berfrævingar séu það misleitur hópur að réttara sé að skipta þeim upp í fjórar fylkingar. I gamla flokkunarkerfinu voru alþjóðlegu heitin á fræplöntum Angiospermae og Gymnospermae, sem þýdd voru á íslensku dulfrævingar og berfrævingar. Þar sem þetta flokkunarkerfi er nú úrelt, og mér þykir orðið blómplanta fallegra en dulfrævingur, kýs ég að nota fremur orðið blómplöntur um fylkinguna Anthophyta. Berfrævingar Af fjórum núlifandi fylkingum ber- frævinga eru barrtré langstærsti hópur- inn (550 tegundir). Til þeirra teljast m.a. fura, greni og lerki en aðeins ein íslensk tegund, einir. Hinar þrjár fylk- ingarnar telja til samans um 200 tegundir sem eru um margt sérstæðar. Þær eru einu afkomendur stórra hópa plantna sem margir áttu sitt blóma- skeið á fyrri hluta miðlífsaldar, fyrir um 200-250 milljón árum en eru annars löngu horfnir. 1 fylkingu köngulpálma, Cycado- phyta, eru 10 ættkvíslir en fjöldi teg- unda er talinn 100-160. Blöð þeirra eru stór og margskipt og nrinna á pálma nema hvað þau eru miklu stinn- ari. Köngulpálma er aðallega að finna í heitum löndum og flestir þeirra eru mjög eitraðir - í þeim eru bæði krabba- meinsvaldandi efni og taugaeitur. Köngulpálmar geta náð allt að 18 m hæð en vaxa ákaflega hægt (2. mynd). I fylkingunni Ginkgophyta er aðeins ein tegund, kínverska musteristréð, Ginkgo biloba. Steingerðar leifar Ginkgo, sem ekki verða greindar frá núlifandi plöntum, hafa fundist í jarð- lögunt frá því á síðari hluta perm. Ginkgo gæti því verið elsta núlifandi 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.