Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 62
Fréttir HALDA KVENHORMÓN ALZHEIMERSVEIKI í SKEFJUM? Margar konur taka kvenhormón - estrógen - til að halda niðri einkénnum tíðahvarfa. Nú grunar menn að þessi meðferð dragi einnig úr líkunum á elli- hrörnun af þeirri gerð sem kölluð er alzheimersveiki. Victor Henderson og samstarfsmenn hans við Suður-Kali- forníuháskóla í Los Angeles greindu frá þessu á ráðstefnu taugafræðinga í Washington DC í nóvember sl. Þeir lögðu ítarlega spurningalista fyrir fólk á stóru elliheimili í Kaliforníu. Konurnar í hópnum voru meðal annars látnar greina frá því hvort þær hefðu gengist undir hormónameðferð við tíðahvörfin. Sfðan hafa 2418 konur á elliheimilinu látist. Af þeim dóu 127 af alzheimers- veiki eða af ellihrörnun sem trúlega var af þeim toga. í ljós kom að hlutfallslega færri í þessum hópi höfðu fengið kven- hormón á breytingaskeiði en þær konur sem annað varð að aldurtila. Munaði þar 40 af hundraði. Einnig er svo að sjá sem líkurnar á alzheimersveiki hafi minnkað eftir því sem hormónameðferðin varaði lengur. Henderson játar að of snemmt sé að draga nokkrar ákveðnar ályktanir af þessum gögnum en þau réttlæti samt að málið verði kannað frekar. Vísindamenn í Flórfda höfðu áður uppgötvað að kvenrottum sem eggja- stokkarnir höfðu verið teknir úr sóttist lakar nám en þeim sem heila höfðu kyn- kirtlana. Einnig kom f ljós að taugung- um í framheila, af gerð sem vitað er að skiptir máli við nám og minni, hafði fækkað í eggjastokkalausu rottunum og kvenhormónagjöf bætti námsgetu þeirra. Nú gæla menn við þá hugmynd að rýrnun kvenhormóna á breytingaskeiði geti dregið úr þroska framheilans á sama hátt og verður í kvenrottum sem sviptar hafa verið kynkirtlum. Fjarri fer þó því að þetta geti verið eina orsök alzheimersveiki. Til dæmis er óljóst hvernig þetta snertir karla, sem taka líka þennan kvilla, að vísu ekki eins margir og konur. Ekki er vitað, svo vitnað sé í Henderson, hvort estrógen verði þeim í þessu efni til gagns eða tjóns eða hafi engin áhrif. (New Scientist, 20. nóv. 1993.) BÆTIEFNI GEGN KLOFNUM HRYGG Nú virðist ljóst að fólsýra dregur úr líkum á vansköpun á mænu- og heila- göngum í fóstri, svo sem klofnum hrygg (spina bifida) og vatnshöfði (hydro- cephalus). Samkvæmt tölum frá Heil- brigðisráðuneyti Bretlands geta verð- andi mæður dregið úr líkum á þessum fæðingargöllum um ein 75 af hundraði með því að neyta þess B-vítamíns daglega í mánuð fyrir getnað og þrjá mánuði eftir hann. Hér er um að ræða algengustu vansköpun á fósturskeiði, er kemur fram á um 2000 fyrirburum og nýburum í Bretlandi á ári. Þrátt fyrir yfirlýstan vilja heilbrigðis- yfirvalda í Bretlandi virðast þessar upp- lýsingar ekki hafa náð til verðandi mæðra. Af 613 þeirra sem komu í fyrsta sinn í mæðraskoðun í Leeds juku aðeins 15% fólsýruneysluna á meðgöngutíma, samkvæmt grein er birtist f breska læknablaðinu The Lancet um miðjan nóvember. Um sama leyti tilkynnti breska heilbrigðisráðuneytið að það hygðist dreifa 500.000 bæklingum og 30.000 veggspjöldum um málið lil heilsugæslustöðva og læknastöðva í landinu. (New Scientist, 20. nóv. 1993.) Þýtt og endursagt: Örnólfur Thorlacius Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 56, 1993. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.