Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 37
2. tafla. Rjúpnaathuganir í Hofstaðaheiði í janúar til maí 1984. Rock Ptarmigan obser-
vations in Hofstadaheidi, Myvatnssveit, January-May 1984.
Dagur Tími Snjóhula Fuglar
Date Ohs. time hours min. Snow cover Observations
26/1 3 klst. 15 mín. 100% Nýjar slóðir eftir 1-2 fugla. New tracks by 1-2 birds.
20/2 4 klst. 95% Nýjar slóðir eftir 1 fugl. New tracks by 1 bird.
16/3 1 klst. 45 mín. 70% Engin merki. No signs.
2/4 2 klst. 45 mín. 70% Engin merki. No signs.
16/4 3 klst. 100% 1 karri. 1 cock.
20/4 2 klst. 10 mín. 60% Nýjar slóðir eftir 1 fugl. New tracks by 1 bird.
24/4* Engir sáust. No birds seen.
28/4* Sá 3 fugla. 3 birds seen.
29/4 3 klst. 0% 31 karri, 6 kvenfuglar. 31 cocks and 6 females.
* Svæðið skoðað með fjarsjá frá þjóðvegi. Census plot observed from the highway
through telescope.
í hríslum (1. mynd). Mjög lítið bar á
rjúpu í lyngmóum, þó fór ég ntjög víða
gangandi og á skíðum urn þetta
kjörlendi. Á talningasvæðinu í Hof-
staðaheiði voru ein lil tvær rjúpur í
janúar og febrúar 1984 og síðan ekkert
fyrr en um miðjan apríl (2. taila).
Vorið: apríl
Fyrst varð vart við óðalsatferli hjá
körrum um og eftir miðjan apríl 1984
og 1985. Með óðalsatferli er átt við
staka karra sem virðast hafa helgað
sér óðal, þeir hreykja sér hátt, eru
með áberandi kamba, breiða úr stéli
þegar þeir fljúga og ropa eða hafa í
frammi annað kynatferli (2. mynd)
(sjá MacDonald 1970og Watson 1972).
Ásgrímur Þórhallsson á Hafralæk sá
fyrsta ropkarrann 17. apríl vorið 1984.
Ég heyrði í þeirn fyrsta 18. apríl við
Geirastaði í Mývalnssveit og sá annan
daginn eftir í Kaslhvammsheiði. Ég
varð ekki frekar var við ropkarra næstu
daga og fór þó unt Mývatnssveit,
Búrfellshraun, Laxárdal, Reykjahverfi
og Reykjadal, og leitaði gagngert að
rjúpum á talningasvæðinu í Hofstaða-
heiði (2. tafla). Þann 24. fór ég úr
Mývatnssveit inn á Akureyri og svip-
aðist um el'tir rjúpum með þjóðveg-
inurn í Hofstaðaheiði, Mývatnsheiði
og Fljótsheiði en sá engar. Ég kom
sömu leið til baka þann 28. apríl og sá
þá 10 ropkarra í heiðunum, þar af þrjá
í Hofslaðaheiði. Daginn eftir taldi ég
Hofstaðaheiði og fann 31 karra en í
talningu 23. maí á sama svæði sáust
30 karrar. Sverrir Thorstensen leitaði
að rjúpum með þjóðvegi á svæðinu
frá Djúpá að Öxará í Ljósavatnsskarði
þann 27. apríl en sá engar. Tveintur
dögum síðar voru 10 karrar sestir upp
í þessum móum. Samkvæmt þessu sett-
ust karrarnir samtímis upp í heiðunum
utn 28. apríl.
31