Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 89
hærri en samaniagt magn
allófans og ferríhýtrats. Allófan
er trúlega ofmetið í öllum
sniðunum nema Þingvallasveit
vegna þess hve mikið er af
ferríhýtrati. Eitt sýni frá
Biskupstungum sýnir verulegt
ósamræmi sem erfitt er að
skýra. Jarðvegslagið sem sýnið
var tekið úr var nokkuð sam-
límt, trúlega af völdum járns, og
því kann skýringin að vera sú að
ekki hafi tekist að skilja sam-
kornin algjörlega í sundur við
kornastærðarmælinguna.
Bæði grunnvatn og árvatn á
íslandi mælist með hátt
efnainnihald (Sigurður Gíslason
1988). Þetta bendir til um-
talsverðrar efnavirkni við yfir-
borðið, sem er í samræmi við
þær niðurstöður sem hér eru
kynntar. Gjóska veðrast að öllu
jöfnu auðveldlega, ekki síst í
votviðrasömu landi, og því á
sér stað talsverð efnaveðrun í
íslenskum jarðvegi.
EIGINLEIKAR JARÐVEGSINS
í LJÓSI LEIRGERÐAR
Eldfjallajarðvegur hefur að mörgu
leyti sérstæða eiginleika, sem eru
svipaðir hvar í heiminum sem slíkur
jarðvegur finnst. Þess vegna er eld-
fjallajarðvegur yfirleitt talinn sérstök
jarðvegsgerð (soil order), sem ýmist
er kölluð Andosol eða Andisol í er-
lendum flokkunarkerfum.
Það sem einkennir eldljallajarðveg
er m.a. lítil rúmþyngd, mikil vatns-
heldni, fastheldni á fosfórsambönd,
mikið af lífrænum efnum og ýmsir
eðlis- og efnaeiginleikar sem rekja má
til leirsins.
í eldfjallajarðvegi myndast Al-P
sambönd sem valda því að jarð-
vegurinn virðist l'osfórsnauður enda
6. mynd. Snið í Þingvallasveit. Mæli-
kvarðinn sýnir fet og metra. A2 jarð-
vegslagið (12-28 cm dýpi) hefur um 46%
leir, einkum allófan og ferríhýtrat ásamt
nokkru af ímógólíti. Allófan og ferríhýtrat
gefa jarðveginum hinn dæmigerða
rauðbrúna lit.
þótt mikið af fosfór geti verið til
staðar. Af þessum ástæðum þarf að
bera rnikinn fosfór á eldfjallajarðveg
við ræktun hans.
Hin mikla vatnsheldni jarðvegsins
hefur umtalsverð áhrif á íslenskan
jarðveg, þar sem hann er sífellt að
frjósa og þiðna á víxl. Rúmmáls-
breytingarnar sem verða við að
vatnið frýs valda því m.a. að þúfur
myndast og jarðvegur skríður hægt og
83