Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 74
fenjaskógum, jafnatrén fyrrnefndu,
kalamítar (sem voru elftingatré, ná-
skyldir núlifandi elftingum en bara
miklu stærri), burknar og að lokum
tveir hópar sem áreiðanlega báru fræ
og eru taldir frumstæðir berfrævingar.
í öðrum hópnum voru fræburknarnir.
Elstu fræburknar sem fundist hafa eru
frá seinni hluta devontímabils. Burkna-
nafngiftin er komin til af því að blöð
þeirra voru stór og margskipt og líktust
blöðum burkna, en þar sem þeir mynd-
uðu fræ ætti fremur að líta á þá sem
frumstæða berfrævinga. í hinum hópn-
um voru fornbarrviðir (Cordaites) en
til þeirra töldust á þessum tíma bæði
hávaxin tré og lágvaxnir runnar. Báðir
þessir hópar eru löngu útdauðir. Barr-
tré komu fram nokkru seinna, líklega í
lok kolatfmabils fyrir um 290 milljón
árum og köngulpálmar fylgdu á eftir
(Raven o.fl. 1992).
Þessi fornu fræ voru að mörgu leyti
frábrugðin þeim fræjum sem til eru í
dag. Þau sýndu miklu meiri breytileika
í innri gerð en núlifandi fræ, t.d. þegar
litið er á umgjörðina utan um eggbúið,
munn eggbúsins, blöðin sem gróhirsl-
urnar sitja á, fjölda egghirslna sem
myndast í hverri stórgróhirslu o.fl.
(Taylor 1982). Af þeim má fá góðan
samanburð við byggingu fræja núlif-
andi plantna en því miður er minna
hægt að ráða af þeim um æxlunar-
ferlið.
Stærð þessara fornu fræja var einnig
breytileg. Allra elstu fræin eru lítil,
aðeins 1-3 mm á lengd (Wing og
Tiffney 1989). Fram að fyrri hluta
tertíer, fyrir um 60 milljón árum, eru
flestöll fræ sem fundist hafa lítil en
eftir það fara að koma fram stærri fræ
með meiri fræhvítu. Sumir fræburknar
mynduðu mjög stór fræ, þau stærstu
voru yfir 3000 sm3 (Tiffney 1986).
Nýlegar rannsóknir benda til þess að
þessum fræjum hafi e.t.v. verið dreift
af dýrum, sennilega stórum skriðdýrum
(Tiffney 1986). Tiffney (1986) hefur
leitt líkur að því að dvali hafi ekki
verið til staðar í elstu fræjunum.
Stærstu fræ sem fundist hafa eru
nokkru stærri en stærstu núlifandi fræ.
Elstu blómplöntufræ sem fundist
hafa eru flest 5-10 mm löng en seinna
komu fram bæði stærri og minni fræ
(Takhtajan 1991). Kímplantan var
mjög lítil í öllum elstu fræjunum. Hið
sama, fræhvíturík fræ með smáa kím-
plöntu, einkennir einnig þær núlifandi
ættir blónrplantna sem taldar eru frum-
stæðastar (Cronquist 1988).
Þróun frœvunar
Til þess að frjóvgun geti orðið þarf
frjókorn að berast á fræni samstæðrar
plöntu. Þetta er nefnt frævun og hún
verður eftir einni af þremur leiðum:
með vindi, með dýrum eða með vatni.
Stærð og magn frjókorna veitir vís-
bendingu um frævunarmátann. Sú vís-
bending er þó ekki alltaf áreiðanleg.
Vindfrævaðar tegundir framleiða miklu
fleiri en jafnframt smærri frjókorn en
dýrafrævaðar. Sé stærð frjókorna elstu
fræplantnanna athuguð kemur í ljós að
hún er mjög breytileg. Frá kolatímabili
hafa verið greindir a.m.k. fimm flokkar
frjókorna, sem eru allt frá 40 pm upp í
500 pm að stærð. Mjög líklegt er að
minnstu frjókornin hafi dreifst með
vindi. Stærstu kornin áttu fræburkn-
arnir og þau eru það stór að ekki er
ólíklegt að skordýr hafi séð um dreif-
ingu þeirra (Taylor 1982, Crepct
1983). Ekki er vitað hvaða skordýr
þetta gætu hafa verið en til greina
koma kakkalakkar, dægurflugur, engi-
sprettur, drekaflugur og nokkrir hópar
skordýra sem nú eru útdauðir (sjá
Taylor 1982). Elstu barrtrén, fornbarr-
viðirnir, voru áreiðanlega vindfrævuð
(Crepet 1983) eins og núlifandi barrtré.
Hjá flestöllum núlifandi fræplöntum
68