Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 99
(van den Berg o.f). 1992). Þar gætir ekki
aukningar á áttunda áratugnum eins og í
Bretlandi.
Dultittlingur (Emberiza hortulana)
Dultittlingur (4. mynd) verpur á megin-
landi Evrópu og austur til norðurhluta
írans og Mongólíu. Varpúlbreiðslan er
nokkuð gloppótt í vestanverðri Evrópu en
tegundin verpur hvorki á Bretlandseyjum
né með ströndum Ermarsunds og Norður-
sjávar. Dultittlingur er t.d. ekki í Dan-
mörku og aðeins í suðausturhluta Noregs
en hins vegar um gjörvalla Svíþjóð og
Finnland, þótt hann sé þar fremur strjáll.
Hann virðist forðast mikla úrkomu og
heldur sig gjarnan á ræktuðu landi (Voous
1960). Hann er farfugl en vetrarstöðvamar
eru í sunnanverðri Sahara-eyðimörkinni
og á Arabíuskaga. Dultittlingur er mjög
algengur flækingsfugl á Bretlandseyjum;
á árunum 1958-85 voru kunn 1320 tilvik
svo dæmi sé tekið. Af þeim voru 30% að
vorlagi, á tímabilinu apríl-júní (einkum í
maí), og 70% að haustlagi, frá ágúst til
nóvember (flestir í september) (Dymond
o.rí. 1989). Miðað við þann mikla fjölda
sem sést hefur á Bretlandseyjum vekur
það furðu hve fáir dultittlingar hafa sést í
Færeyjum, eða aðeins fjórir (Bloch og
Sprensen 1984), og á íslandi þar sem
fimm fuglar höfðu sést til ársloka 1990.
1. GrímsstaðiríMývatnssveit, S-Þing, um 15.-18.
október 1939 (imnt RM5323). Fuglinn náðist 18.
október eftir að hafa sést í nokkra daga. Finnur
Guðmundsson (1940).
2. Kvísker í Öræfurn, A-Skaft, 26. maí 1957
(karlf. ad RM5324). Hálfdán Björnsson.
3. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 30. september
1968 (imm RM5325). Hálfdán Björnsson.
4. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 22.-23. maí 1969
(karlf. ad RM5326). Hálfdán Björnsson.
5. Kálfafel! í Fljótshverfi, V-Skaft, 11. október
1976 (kvenf. ad RM6388). Kristinn Haukur
Skarphéðinsson.
Af þessum fuglum eru tveir fullorðnir
karlfuglar frá vori, eða seinnihluta maí.
Haustfuglarnir þrír sáust á tímabilinu 30.
september til um 15. október, tveir ung-
fuglar og einn fullorðinn kvenfugl.
Dvergtittlingur (Emberiza pusilla)
Varpútbreiðsla dvergtittlings (5. mynd)
er á freðmýrum og í norðanverðu barr-
skógabeltinu frá N-Svíþjóð og austur eftir
4. mynd. Dultittlingur
Emberiza hortulana,
karlfugl í sumarbúningi.
Ljósm. photo R. Chitt-
enden/Rare Bird Photo-
graphic Library.
93