Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 18
Kameljón, eðlur í heitum löndum
gamla heimsins, eru fræg fyrir hæfni
sína til að skipta litum. í þeirri íþrótt
taka margir kolkrabbar eða smokkar
þeim þó fram og fremstir hryggdýra í
litaskiptum eftir umhverfi eru flatfisk-
arnir: Koli á sandbotni er einlitur, ljós
eða dökkur eftir lit sandsins. A
malarbotni verður áferðin dröfnótt og
dröfnurnar því stærri sem mölin er
grófari. Einhvern tíma datt dýra-
fræðingum í hug að leggja kola á
skákborð. Skepnan var lengi að laga
sig að þessu framandlega umhverfi en
tók þó að lokum á sig reitamynstur er
minnti á undirlagið, þótt til efs sé að
Bobby Fischer hefði fengist til að tefla
á því.
Sum dýr skipta litum með árstíðum,
verða ljósari á veturna. Má þar nefna
snjótittling, rjúpu, snæhéra og tófu.
Hjá öndum og fleiri fuglum verður
karlinn skartlega litur í tilhugalífinu.
Þetta á raunar við um fleiri dýr. Lita-
skiptin eru undir stjórn hormóna.
Ungar eru oft með öðrum lit en
fullorðin dýr: Ungmávar eru til
dæmis dökkgráir eða brúnleitir en
lýsast síðan. Og hár ntanna, gór-
illuapa og fleiri spendýra gránar
með aldrinum.
LÍFSLJÓMUN
Loks er þess að geta að sum dýr
gefa frá sér Ijós. Við þessa lífs-
Ijómun ummyndasl efnaorka í
ljósorku. Nýtingin er nær alger og
ljósið því kalt.
Eldflugur eða blysbjöllur, bjöll-
ur af ættinni Lampyridae, senda
taktföst, grænleit merki frá
Ijósfærum neðan á afturbolnum.
Merkin gera kynjunum kleift að
ná saman. Karlinn hefur merkja-
sendinguna. Eftir að hann hættir
tekur kvenbjallan við. Tíðni
merkjanna frá henni, og þó
einkum tíminn sem líður frá því
karlinn hætti sendingu þar til hún
tekur undir, er einkennandi fyrir
hverja tegund og karlbjalla leitar
ekki uppi kvendýr nema rétt sé
svarað. Sumir telja að Ijósmerki
eldflugna séu líka viðvörun til
rándýra þar sem bjöllurnar eru
beiskar. Það kemur þó ekki í veg
fyrir að sumir froskar belgja sig
svo út af eldflugum að þeir verða
sjálfir lýsandi.
5. mynd. Litaskipti eftir umhverfi: Grasnóla,
Anolis carolinensis, á grænu laufblaði (efst),
nýkomin á brúnan kvist (i miðið) og ef'lir nokk-
urn tíma þar (neðst). (Encyclopædia Britannica.)
12