Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 58
vegna gosbeltisins sem liggur um
Reykjanesskagann og teygir sig upp í
Langjökul. Þessi svæði eru í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði, uppsveitum Ár-
nessýslu og í Mosfellssveit. Rennsli úr
hverum á fyrstnefnda svæðinu er um
400 lítrar á sekúndu (Lúðvík Georgs-
son o.fl. 1984) en um 250 lítrar á
sekúndu í uppsveitum Árnessýslu.
Áætlað er að rennsli úr hverum í Mos-
fellssveit hafi verið um 120 lítrar á
sekúndu áður en vinnsla úr svæðinu
hófst fyrir 50 árum. Þar sem náttúru-
legt rennsli frá öllum lághitasvæðum
landsins hefur verið áætlað 1800 lítrar
á sekúndu (Kristján Sæmundsson og
Ingvar Birgir Friðleifsson 1980) koma
um 43% alls rennslisins frá lághita-
svæðunum þremur sem nefnd voru hér
að ofan. Vatnið í þessum þremur svæð-
um er heitara en reiknaður meðalhiti úr
öllum lághitasvæðunum og lætur nærri
að 2/3 allrar varmaorku lághita-
svæðanna komi frá þessum þremur
svæðum.
Ingvar Birgir Friðleifsson (1979)
taldi dreifingu lághitans ráðast af sam-
spili lektar berggrunns og landslags.
Samkvæmt skýringu hans myndast lág-
hiti aðeins þar sem lekar jarðmyndanir
liggja þvert á hæðarlínur og skapa
þannig skilyrði fyrir djúpt streymi
grunnvatns frá hálendi til láglendis.
Túlkun Ingvars Birgis var þannig við-
bót við líkan Trausta Einarssonar af
lághitanum.
I ljósi síðari vitneskju, að lághitinn
tengist virkum sprungum þar sem hrær-
ing á sér stað, verður að telja líklegra
að dreifing og afl lághitasvæðanna ráð-
ist fyrst og fremst af tveimur þáttum,
hitastigli og spennuástandi í jarðskorp-
unni sem leiðir til þess að hún brotnar
upp. Spennuástand í jarðskorpunni er
flókið vestan eystra gosbeltisins og
hefur vafalaust í för með sér að jarð-
skorpan þar brotnar upp á ýmsa vegu.
Sömu sögu er ekki að segja um jarð-
skorpuna austan nefnds gosbeltis. Á
Mið-Norðurlandi gæti einhver gliðnun
átt sér stað í framhaldi af Kolbeins-
eyjarhryggnum (Stefán Arnórsson og
Sigurður R. Gíslason 1990). Á Suður-
landi myndast sprungur í kvarteru
bergi vegna hreyfinga á þvergenginu
mikla sunnanlands, en eins og kunnugt
er eru þessar hreyfingar orsakavaldur
Suðurlandsskjálfta. Suðvestanlands
brotnar kvarter berggrunnur upp, eins
og í Mosfellssveit, þar sem virkar
sprungureinar liggja skástígt yfir
Reykjanesgosbeltið og teygja sig yfir í
eldra berg utan þess (Stefán Arnórsson
o.fl. 1991).
NÝTING JARÐHITA
Nýting jarðhita á Islandi hól'st ekki
að ráði fyrr en um 1930 með vinnslu
heits vatns úr borholum í Laugardal í
Reykjavík og byggingu fyrstu gróður-
húsanna í Hveragerði. Nú kemur um
þriðjungur af árlegri orkunotkun
fslendinga frá jarðhita. Hitaveitur eru
yfir 30 og um 85% landsmanna nota
jarðhitavatn til upphitunar hýbýla
sinna. Eðlilega er vatnsnotkunin mest á
veturna þegar kaldast er (11. mynd). Þá
er aflþörf markaðarins um 900 mega-
vött (MW). Þetta afl svarar til valns-
rennslis sem nemur nálægt 5400 lítrum
á sekúndu. Er þá miðað við að heita
vatnið sé upphaflega 80°C en orka úr
því nýtl með kælingu í 40°C. Til
samanburðar má nefna að meðalrennsli
Elliðaánna er um 5000 lítrar á sekúndu
og afl Búrfellsvirkjunar er 210 MW.
Flestar hitaveitur í landinu nota vatn
af lághitasvæðum. Þetta vatn er sjaldn-
ast tærandi og má því leiða það beint
inn á miðstöðvarkerfi húsa. I einstaka
tilfellum er lághitavatnið þó tærandi,
annaðhvort vegna hárrar seltu eða súr-
efnis sem er uppleyst í vatninu. Vatn í
sumum lághitasvæðum sem liggja
52
J