Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 16
3. mynd. Flæmingjar fá bleikan lit af karótínefnum sem þeir vinna úr fæðu. Á myndinni
til vinstri er flæntingi, Phoenicopterus ruber, í dýragarðinum í Chester í Engiandi en
rnyndin til hægri er frá Nakuravatni í Kenýa þar sem vatnaflæmingi, Phoenicopterus
minor, safnast saman, jafnvel í milljónatali, og myndar rauðleita breiðu meðfram
ströndinni. Ljósm. Helgi Torfason.
Rauðleitur litur á ígulkerum og fleiri
skrápdýrum ræðst af litarefnum af
flokki naptókínóna, en til þeirra telst
einnig K-vítamín.
Sum litarefni fá dýr úr fæðu. Má þar
nefna rauð- og gulleit karótínefni sem
verða til í plöntum og frumbjarga ör-
verum og berast með þeim í ýmsa fiska
og froskdýr og marga hryggleysingja í
sjó, svo sem rækjur og önnur krabba-
dýr, sjávarorma, lindýr og kórala.
Sum dýr breyta karótínefnunum við
efnaskipti sín. Flæmingjar eða flamíng-
óar, Plioenicopterus, fá til dærnis
bleikan lit í fiður og húð úr um-
mynduðum karótínefnum. Rauð slikja
á fiðri rósaspænis, Ajaia ajaja, og
skarlatíbis, Guara rubra, er eins til
komin. Flæmingjar í dýragörðum
blikna ef þeir fá ekki rétt litarefni í
fæðu og laxeldismenn gel'a fiskunum
astraxantín, gerviefni af karótíngerð,
mismikið eftir kröfum markaðar á
hverjum stað.
Sæotur, Enhydra lutris, lifir á ígul-
kerum og fær rauðar tennur og bein af
naptókínónum úr þeim.
Þá iná nefna lit sem dýr taka af
samlífsverum í líkömum sínum. Sum
frumdýr og holdýr hafa í sér örsmáa
grænþörunga og litast af laufgrænu
þeirra, sem er porfyrín. Engin spendýr
mynda græn litarefni en grænni slikju
bregður á feld letidýra af þörungum
sem þrífast í röku hári þeirra.
ÖLDUVÍXL
Ýmsir skærir litir verða ekki raktir til
litarefna. Á þunnum himnum, svo sem
olíubrák eða sápukúlum, má greina
fjölskrúðugt litmynstur. Þetta eru öldu-
víxl, llókið samspil inn- og útfallandi
ljósbylgna. Fyrirbærið birtist líka í
málmgljáandi lit á fuglurn, bjöllum,
fiðrildum og fleiri dýrum.
Hér kenrur til kasta eðlisfræði fremur
en efnafræði. Litirnir ráðast af þykkt
himnunnar en ekki af efnasamsetningu
10