Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 109

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 109
16. mynd. Skarlatstáni Piranga olivacea, ungur karlfugl í búningaskiptum. Ljósm. photo B. Dyer/ Cornell Lab. of Ornithol- ogy- fundust á tímabilinu 28. september til 18. október. Skarlatstáni lenti í 20. sæti á líkindalista Robbins (1980) en hann hafði þá sést tvisvar á Bretlandseyjum. Grœningjaœtt (Vireonidae) Þessari ætt tilheyra 43 tegundir fugla sem allar lifa í Ameríku. Þær skiptast í fimm ættkvíslir og er Vireo þeirra stærst með 25 tegundir. Þær eru allar í N- og Mið-Ameríku og í Vestur-Indíum, nema ein sem lifir á takmörkuðu svæði í fjöll- um í norðvestanverðri S-Ameríku. Þetta eru frekar litlir eða meðalstórir spörfugl- ar, áþekkir skríkjum en hafa öllu sterk- byggðara nef. Þeir eru grænleitir að ol'an (sbr. latneska sagnorðið virere sem merk- ir að vera grænn), eða grágrænir, ljósir að neðan, stundum gulleitir og sumir með tvö vængbelti. Margir hafa ljósan augn- hring og ljósan taum frá nefrót að auga og jafnvel aftur fyrir auga. Þrjár tegundir hafa sést í Evrópu, kollgræningi (Vireo philadelphicus) í tvígang, á írlandi 12. október 1985 og Bretlandi 10. október 1987, ljómagræningi (V. flavifrons) á Bretlandi 20. september 1990 og græningi (V. olivaceus) sem er niun tfðari gestur í Evrópu (Lewington o.fl. 1991, Bradshaw 1992). Græningi (Vireo olivaceus) Græningi (17. mynd) er talinn vera algengastur skógarfugla í austanverðri N- Ameríku en hann verpur allt frá Kanada og suður til Argentínu. Norður-amerískir græningjar hverfa til S-Ameríku á vet- urna. Tegundin hefur fundist í nokkrum löndum austan Atlantshafs. Hún er lang- tíðust á Bretlandseyjum. Um mitt árið 1992 hafði sést þar 71 fugl en aðeins 10 þeirra sáust fyrir 1980. Græningi er því tíðasti ameríski spörfuglinn á Bretlands- eyjum (Bradshaw 1992). Þá eru þekktir fjórir fuglar frá Frakklandi, tveir frá Hollandi, einn frá Þýskalandi og einn frá Möltu (Lewington o.fl. 1991). Á Græn- landi hefur græningi sést tvisvar (Salo- monsen 1967) en fimm sinnum á Islandi. 1. Heimaey, Vestm, 16. september 1951 (RM5590). Anon. 2. Svínafell í Öræfum. A-Skaft, fundinn löngu dauður 3. nóvember 1960 (RM5591). Hálfdán Björnsson. 3. Skógar undir Eyjafjöllum, Rang, 27. september 1973 (kvenf. RM5592). Einar Jónsson. 4. Þorbjörn við Grindavík, Gull, 4. október 1984 (RM8517). Gunnlaugur Pétursson og Erling Ólafsson (1986). 5. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 20. október 1985 (RM10275). Gunnlaugur Pétursson o.fl. (1991). 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.