Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 80
og ummyndun bergs myndast nýjar
steindir sem hafa m.a. verið nefndar
veðrunarsteindir, ummyndunarsteindir
eða myndbreytingarsteindir, allt eftir
því umhverfi þar sem breytingarnar
eiga sér stað. I jarðvegi nefnast slíkar
steindir veðrunarsteindir (enska: sec-
ondary minerals, authigenic mincrals).
Veðrunarsteindir í jarðvegi eru flestar
leirsteindir.
HVAÐ ER LEIR?
Hugtakið leirsteind felur í sér
tvennt: agnarsmátt jarðvegskorn (leir)
sem hefur jafnframt ákveðna kristal-
byggingu (steind).
Jarðvegskornum er oft skipt í þrjá
meginflokka eftir stærð. Nokkuð er
mismunandi eftir flokkunarkerfum
hvar mörkin eru dregin en þau algeng-
ustu er að finna hér í 1. töflu.
1. tafla. Stærðarflokkar jarðvegskorna.
Stærðarflokkur Stærðarbil (mm)
Sandur 0,05 (0,02)-2
Silt 0,002-0,05 (0,02)
Leir <0,002
Samkvæmt skilningi jarðvegsfræð-
innar telur leir öll þau korn sem eru
minni en 0,002 mm, hvort sem þar er
um að ræða frumsteind á borð við
ólivín, veðrunarsteind eða jafnvel
korn sem samsett er úr mörgum steind-
um. Kornið verður aðeins að upp-
fylla það skilyrði að vera smærra en
0,002 mm. Veðrunarsteindir í jarð-
vegi eru yfirleitt af leirstærð (leir-
steindir) og eru alla jafna mjög smáar,
oft aðeins um 0,000001 mm. Þær
myndast við efnaveðrun í jarðvegin-
um þegar bergefni leysast upp. Efnin
sem þannig losna flytjast til og mörg
þeirra mynda síðan ný efnasambönd,
þeirra á meðal Ieirsteindir. Það eru
þessar nýmynduðu agnarsmáu steindir
sem gegna lykilhlutverki í flestum
gerðum jarðvegs og um þær verður
einkum fjallað í þessari grein.
Algengar frumsteindir í bergi, t.d.
olivín, plagíóklas og pýroxen, geta
brotnað niður í náttúrunni og orðið
smærri en 0,002 mm og teljast þær þá
einnig til leirs. Þessar steindir eru alla
jafna mun stærri en veðrunarsteindirn-
ar.
Jarðvegurinn hefur stundum verið
nefndur stærsta efnaverksmiðja jarðar.
Ein meginafurð þessarar efnaverk-
smiðju eru leirsteindir. Leir hefur
ýmsa eiginleika sem eru afar mikil-
vægir fyrir gróður jarðar eins og síðar
verður vikið að. En það er ekki að-
eins gróður jarðar sem nýtur góðs af
þessari framleiðslu. Flestir kannast
við að leir er notaður við leirkera-
smíði og í múrsteina. Leir er einnig
notaður sem bindiefni í málningu og
annarri iðnaðarvöru. En það hvarflar
trúlega að fáum að í mörgum teg-
undum matvæla er leir. Hann er not-
aður til þess að gera ís í brauðformi
seigfljótandi þannig að hann bráðni
ekki of fljótt. Margir súkkulaðifram-
leiðendur nýta leir til þess að varan
verði ekki of klístruð við slofuhita.
Ástæða þess hve mikilvægur leir er
í jarðveginuni er fólgin í smæð korn-
anna. Vegna smæðarinnar getur leir
haft gífurlegt yfirborð miðað við
rúmmál eða þyngd. Þannig hefur hvert
gramm af hreinum leir af algengri
tegund (smektít) um 800 fermetra yl'ir-
borð. Við þetta yfirborð loðir vatn,
sem og ýmis næringarefni. Þegar rignir
bindur jarðvegurinn hluta úrkomunnar
við yfirborð leirsins. Að auki hafa
margar leirsteindir rafhleðslu, eins og
74