Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 103
9. mynd. Stepputittlingur
Emberiza bruniceps, karl-
fugl í sumarbúningi. Teikn-
ing drawing Jón B. Hlíð-
berg.
gögnum um hana til umfjöllunar. Þeir úti-
loka þó ekki að einstöku villtir fuglar
slæðist til landsins. Lewington o.fl.
(1991) hafa bent á nauðsyn þess að safna
upplýsingum um tegundina í Evrópu svo
að hægt verði að spá í stöðu hennar þar. Á
Bretlandseyjum sjást fuglarnir á tíma-
bilinu apríl-október en flestir að sumar-
lagi. í Færeyjum hafa sést þrír stepputittl-
ingar, alliríjúlí árin 1963, 1967 og 1980
(Pedersen 1982, Bloch og Sprensen 1984).
Á íslandi hefur tegundarinnar tvisvar orð-
ið vart.
1. Fagurhólsmýri í Öræl'um, A-Skaft, 3. júní 1967
(karlf. ad RM533I). Hálfdán Björnsson.
2. Stóra-Hraun í Hnappadal, Hnapp, 26. ágúst
1970 (karlf. ad RM5332). Sigurður Helgason.
Líklegast má telja að fuglarnir hafi bor-
ist hingað eftir að hafa sloppið úr haldi í
Evrópu. Um er að ræða fullorðna karlfugla
að sumarlagi, svipað og gjaman á sér stað
á Bretlandseyjum. Austrænir fuglar af
villtum uppruna væru frekar á ferðinni á
fartímum.
Seftittlingur (Emberiza schoeniclus)
Seftittlingur (10. mynd) verpur um
gjörvalla Evrópu, frá nyrstu héruðum
Noregs og suður til Miðjarðarhafs. Hann
verpur einnig á söniu breiddargráðum
austur um miðbik og norðanverða Asíu til
Kyrrahafs. Hann er farfugl á norðanverðu
útbreiðslusvæðinu og fara fuglar þaðan
alll suður til N-Afríku og Indlands. Sef-
tittlingur verpur á Bretlandseyjum og er
þar að mestu staðfugl. Hann er meðal ann-
ars að finna á eyjaklösunum norður af
Skotlandi, Suðureyjum, Orkneyjum og
Hjaltlandi, en þar nam hann síðast land.
Seftittlingur hefur aukið útbreiðslu sína á
þessu svæði (Sprensen og Bloch 1990). í
Færeyjum hefur hann orpið einu sinni,
árið 1972, og er þar að líkindum reglu-
bundinn gestur á fartímum og sumrin
(Bloch og Sprensen 1984). Seftittlingur
sést af og til á íslandi.
1. Kvísker í Öræfum, A-Skalt, 9. maí 1961
(kvenf. ad RM5333). Hálfdán Björnsson.
2. Kvísker í Öræfum, A-Skalt, 21. mars 1963
(kvenf. ad). Hálfdán Björnsson.
3. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 15. maí 1963
(kvenf. ad). Hálfdán Björnsson. E.t.v. sami
fugl og nr. 2.
4. Kvísker í Öræfum, A-Skalt, 21. maí 1966
(kvenf. ad RM5334). Hálfdán Björnsson.
5. Kvísker í Öræfum, A-Skafl, tveir 22.-23. maí
1969 (kvenf. ad RM5335, kvenf. ad RM5336).
Hálfdán Björnsson. Öðrum fuglinum var
safnað 22. maí (RM5335) cn hinum 23. maí.
6. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 28. maí 1969
(karlf. ad RM5337). Hálfdán Björnsson.
97