Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 31
Framan af var talið að síðuslu fimm
milljón ár hefðu segulskipli verið
fjögur og skipst hefðu á tvö rétt og tvö
öfug tímabil. Þessi segultímabil voru
nefnd eftir nokkrum upphafsmönnum
við könnun á bergsegulstefnu og
segulsviði: brunhes (rétt), matuyama
(öfugt), gauss (rétt) og gilbert (öfugt).
Eftir því sem fleiri hraunlög voru
segulmæld og aldursákvörðunum
fjölgaði kom í Ijós að segulskipti
höfðu átt sér stað oftar en í fyrstu var
talið. Þannig reyndist matuyama-
segulskeið hafa að geyma rétt segul-
magnað berg og í dag eru viðurkennd
að minnsta kosti 4 rétt segultímabil
(þrjár segulmundir og eitt segulskeið)
innan matuyama, þ.e. jaramillo,
olduvai, reunion og x (6. mynd).
Aldursmörk lengri segultímabila (þ.e.
segulskeiða) eru ákvörðuð með mæl-
ingurn á segulstefnu úthafshryggja og
fjarlægð frá hryggjarásum (kafli 6) en
aldur stuttu segultímabilanna (þ.e.
segulmundanna) er ákvarðaður með
beinum mælingum á bergi, einkum
hraunlögum á Iandi (Harland o.l'l.
1990).
Tvö segullímabil sem bera íslensk
heiti, síðufjall og þverá, eru á alþjóð-
lega segultímatalinu. Þau byggjast á
bergsegulstefnu hraunlaga í Borgar-
firði en þar hefur tckisl vel til við
aldursákvarðanir og bergsegulmæling-
ar (McDougall o.fl. 1977).
Eins og sést á 6. mynd eru þrenns
konar nafngiftir við lýði á segul-
tímabilum og endurspegla þær þróun
tímatalsins eftir því sem fleiri segul-
tímabil hafa fundist. Áður var ræll um
hvernig matuyama-segulskeið var
klofið niður í smærri einingar
(jaramillo, olduvai o.fl.). Sérstakar
nafngiftir af þessu tagi hafa aðeins
verið notaðar fyrir síðustu 5 milljón ár.
Ljóst er að númerakerfi hentar mun
betur við flokkun segultímatalsins þar
SEGULTÍMATAL
BRUNHES
MATUYAMA
GAUSS
GILBERT
milljón ár
Kaena r____
3.0- ■■ 2.94-3.03
Mammoth f
C1N
C1R-1N
C2N
C2R-1N
C2R-2N
C2AN
C2AN
C2AN
C3.1N
C3.2N
C3.2R-1N
C3.3N
6. mynd. Við upphaf segultímatals var
talið að fjögur segulskeið (tvö rétt og tvö
öfug) hefðu ríkt síðustu 5 milljón ár;
brunhes, matuyama, gauss og gilbert. Þau
voru nefnd eftir upphafsmönnum berg-
segulmælinga. Innan þeirra tóku að finnast
skemmri tímabil eða segulmundir, t.d.
jaramillo, olduvai og reunion, sem nefnd
voru eftir stöðum þar sem þau fundust.
Nýrri nafngiftir segulskeiða og segulmunda
eru sýndar lengst til hægri: CIN. CIR-IN,
C2N o.s.frv.
sem ný segullímabil eru stöðugt að
finnast og hægt er að gefa til kynna
vaxandi aldur með tölum. Lengst lil
hægri á 6. mynd eru merkingar af því
tagi sem nú er almennt farið að styðjast
við fyrir síðustu 83 milljón ár.
Samkvæmt þessu númerakerfi er t.d.
olduvai nefnt C2N. C stendur fyrir
enska orðið chron, sem þýtt hefur
25